Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 77

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 77
SKÍRSLAN SEM HNEYKSLAÐI ÞJÓÐINA 75 En það furðulega hefur gerzt, að þrem árum síðar, eftir að nefndin hafði þegar eytt 2 milljón dollur- um í rannsóknarstarf sitt, mælti meirihluti hennar (12 af 18 með- limum) með því, að numin yrðu úr gildi öll lög, sem hamla því, að fullorðnir geti átt greiðan aðgang að klámefni, og að slíkur varning- ur verði jafnvel leyfilegur fyrir börn, svo framarlega sem ekki sé þar um neinar mvndir að ræða. Hluti skýrsiu meirihlutans hljóðar svo: „Nefndin álítur ekki, að það sé nægileg þjóðfélagsleg réttlæting fyrir því, að takmarka eða setia lög, er banni dreifingu kynferði- legs efnis til fullorðinna.“ Að áliti margra okkar, sem hafa barizt gegn klámóþverranum, hljómar þetta nefndarálit sem eins konar frelsis- skrá klámsala. Eigi menn að geta skilið, hvernig slík afskræming hefur getað orðið á tilgangi nefndarinnar, verða menn að gera sér grein fyrir því, hvern- ig nefndin er skipuð og hversu fuíðulega hú.n hefur oft unnið sitt starf. VIÐHORF UNDANLÁTS- SEMINNAR I janúar árið 1968 útnefndi John- son forseti William B. Lockhart, forseta lagadeildar Minnesotahá- skóla, formann nefndar þessarar. Yfirlýsingar Lockharts deildarfor- seta á umliðnum árum, sem hafa verið í greinilegri andstöðu við lagasetningar gegn klámi, lýsa mjög vel viðhorfi hans gegn klámi, en það viðhorf einkennist af stöð- ugri undanlátssemi. Meirihluti nefndarmanna hafði enga reynslu á sviði lögfræði né löggæzlu, að því er klám snerti. (Allir upphaflegir meðlimir nefndarinnar voru út- nefndir af Johnson forseta. Ég var útnefndur af Nixon forseta í stað eins meðlims, sem sagði af sér). Er mánuðirnir liðu hver af öðr- um, varð dugleysi og hlutdrægni nefndarinnar lýðum ljós. f því sam- bandi skyldu menn hafa í huga eft- irfarandi starfshætti nefndarinnar: 1. Nefndin lét framkvæma gagns- lausar kynferðilegar athuganir og tilraunir, sem eru mjög svo vafa- samar siðferðilega séð: Um 14 til- raunir og prófanir voru fram- kvæmdar á vegum nefndarinnar til þess að athuga og sannprófa kyn- ferðileg viðbrögð einstaklinga gagn- vart ýmsu kynferðilegu efni. Við Waterlooháskólann í Kanada lét nefndin 56 karlstúdenta horfa á lit- skuggamyndir, sem valdar voru vegna „klámgildis síns“. Rafskaut voru fest við háls, fingur og höfuð stúdentanna og mælt, hvort um örvun hefði verið að ræða. Við Norður-Karolínuháskólann var hóp- ur ungra manna fenginn til þess að eyða 90 mínútum á dag í samtals 3 vikur í að horfa á klámkvikmynd- ir og skoða klámbækur gegn 100 dollara greiðslu á mann. Voru öll viðbrögð þeirra gagnvart kláminu mæld (þar á meðal „getnaðarlims- stinning“). Hvers vegna er nauðsynlegt að láta fara fram tugi prófana, tilrauna og viðtala á kostnað skattgreiðenda til þess að fá fram það, sem er aug- Ijóst, þ. e. að kynferðilegt efni hef- ur kynörvandi áhrif á fólk? Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.