Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 97

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 97
GÍSL í PEKING 95 öskraði einn af Rauðu varðliðun- um, sem stóðu við hlið mér, lamdi mig bylmingshögg í magann og ýtti höfði mínu niður á nýjan leik. Annar ofstækisseggurinn sá svo um, að handleggirnir sneru alltaf beint aftur. Múgurinn hafði hrópað í sífellu, én nú varð smám saman þögn, er einn af Rauðu varðliðunum tók að lesa upp skrá yfir „glæpi“ mína. Þýðandi hrópaði svo þýðingu þeirra á ensku. Og öðru hverju gat ég greint orðin þrátt fyrir reiðileg fyrirlitningarhrópin, sem kváðu við, eftir að hver „glæpur“ hafði verið tilkynntur. „Þú hefur drukkið áfengi í húsi þínu!“ Múgurinn varð trylltur við þessa tilkynningu. „Þú hefur sýnt fyrirlitningu þína á pappírstígrisdýrinu, sem hengt var á hliðið af byltingaralþýðunni!" Æðisleg hróp kváðu við. „Þú hefur læðzt um í húsi þínu!“ Og enn jókst djöfulgangurinn. Ég hafði enga hugmynd um, hversu lengi ég var látinn húka í þessari stellingu. Eftir nokkra hríð gat ég séð spegilmynd af andliti mínu í svitapolli á steinþrepinu beint fyrir neðan nefið á mér. •Aðrir Rauðir varðliðar ruddust úr einu herberginu í annað inni í húsinu, og jók það enn á djöful- ganginn. Þeir mölvuðu myndir, köstuðu bókum hingað og þangað og máluðu vígorð á gluggatjöld og húsgögn með svartri málningu, bæði með kínverskum og enskum stöfum. Ég gat heyrt brothljóð í gleri og að verið var að negla með hömrum. Síðan róaðist mannfjöldinn skyndilega aftur. Og helzti kvalari minn sagði hryssingslega við mig, að ég skyldi rétta úr mér. Þegar ég gerði svo, rak ég augun í skrokk- inn af Ming Ming, sem hékk dingl- andi í kaðli frammi fyrir andliti mínu. Ég varð gripinn magnvana ofsareiði yfir hinu vitfirringslega tilgangsleysi þess, sem var að ger- ast. í upphafi menningarbyltingar- innar lýstu Rauðu varðliðarnir yfir því, að kettir og hundar væru bara borgaraleg uppáhaldsdýr, sem væru ekki í samræmi við öreigalífshætti hins nýja Kína. Fjöldi hunda og katta var þá drepinn. Er ég leit yf- ir þennan hafsjó andlita í daufri birtunni í garðinum, ímyndaði ég mér, að allt þetta fólk væri að bíða þess að sjá merki sorgar á brodd- borgaraandliti mínu. Og ég beit því á jaxlinn og starði á þennan haf- sjó andlita. Ég vonaði, að andlits- svipur minn væri alveg tjáningar- laus. Slík var ætlunin. Síðan var ég neyddur til þess að taka mér sömu stellingu og áður, er múgurinn tók að æpa: „Hengjum Grey! Hengjum Grey! Hengjum Grey!“ Síðan dundu á mér fleiri ákær- ur. Og þar á eftir fylgdu svo þrjár langar yfirlýsingar, sem voru lesn- ar yfir mér án þýðingar. Ég reyndi tvisvar að rétta örlítið úr mér, en þá var ég tafarlaust neyddur til þess að beygja mig aftur. En eftir drykklanga stund, að því er mér fannst, tókst mér að mjaka hand- leggjunum fram á við og hvíla þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.