Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 51

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 51
VERÐ ÉG ÁFRAM KONA? 49 fá að taka sýnishorn af vefjum úr þessu grunsamlega beri, svo hægt sé að rannsaka það í smásjá. Allt í einu stendur sjúklingurinn frammi fyrir köldum veruleikanum. Ten- ingunum er kastað. Ef berið reyn- ist vera illkynjað, mun skurðað- gerðin verða framkvæmd sam- stundis, á meðan sjúklingurinn er ennþá í svæfingardái. Fyrir aðgerðina fá margar konur óttakennd, sem lýsir sér í svefn- leysi, hröðum hjartslætti, höfuð- verkjum og martröð. Þessi við- brögð orsakast af sálrænni varnar- stöðu, tilraun til að ráða við og lifa af þrjár skelfilegar ógnanir: Krabbamein, uppskurð og spill- ingu á þeirri persónu sem hún hef- ur hingað til talið sig vera. Þess vegna er það ekki nema eðlilegt - þrátt fyrir allar undan- gengnar útskýringar — að konan hneigist til að neita að kannast við það sem gerzt hefur, þegar hún vaknar af svæfingunni. Stelling handleggjarins, sáraumbúðirnar um brjóstkassann, dæling á vökva í æð, allt þetta bendir til að eitthvað meira og alvarlegra hafi verið gert við hana en smá húðrista. En það ber við, að hún vilji beinlínis ekki vita af þessu. Hjúkrunarliðinu er uppálagt að virða þennan flótta undan veruleikanum. Jafnvel skurð- læknirinn kann að forðast að ræða málið við hana í nokkra daga. Fyrr eða síðar kemur þó að því, að sjúklingurinn geri sér ljóst að brjóstið hafi verið skorið burt. Þá má gera ráð fyrir að hún falli í dýpsta þunglyndi. Hún finnur til sektarkenndar („það er verið að refsa mér“), gremju („hvers vegna endilega ég?“) og vanmetakenndar („hver vill líta við mér núna?“). Hún kann að neita að hitta fjöl- skyldu eða vini vegna þess hve hún sé afskræmd og að enginn nema læknar og hjúkrunarlið geti þolað að sjá sig. Slík örvæntingarköst eru ekki nema eðlileg viðbrögð. En það er blíði, skynsami og hugrakki sjúklingurinn sem veldur læknun- um áhyggjum. Þeir vita, að sú kona muni sennilega vera að bæla niður ólgandi tilfinningar sem geta síð- ar brotizt fram af alefli til mikils skaðræðis. Sum sjúkrahús og skurðlæknar taka nú orðið til greina, að sú and- lega meinsemd sem er samfara brjóstskurði, er fullt eins skaðleg og sjálfur sjúkdómurinn og oft erfiðari viðureignar. Og þeir veita aðstoð í þeim efnum. Við Temple Uiniversity sjúkrahúsið kemur sú aðstoð strax daginn eftir uppskurð- inn — með heimsókn konu eins og hinnar háu, gráhærðu frú Harold F. Seefeld, sem er sjálfboðaliði í Krabbameinsf élagi Bandaríkj anna. „Aðeins slík kona eins og frú See- feld, sem hefur sjálf gengizt undir brjóstskurð með góðum árangri, getur náð réttu sambandi við konu sem er nýbúin að missa brjóstið,“ segir dr. Rosemond. „Ég hafði frábæran skurðlækni," segir frú Seefeld, ,,en það var eng- inn sem ég gat talað við. Konan sem kom til þess að taka mál af mér sagði: „Sei, sei, þú getur klæðzt sams konar fötum og áð- ur.“ En ég vissi að hún var að skrökva, og það gerði mér aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.