Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 41

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 41
JOHNNY LITLI SVAF HÉR 39 það að vera dásamlegast af öllu að eiga mömmu, sem gat haldið á manni í kjöltu sér, meðan hún batt um meiðslin, og sagði: „Svona, svona, þetta batnar allt saman.“ Ég býst við, að það sé einmitt þetta, sem ég hef þráð alla ævi, að eiga einhvern, sem gæti haldið mér í fangi sér, þegar ég hef verið særður eða einmana, að eiga ein- hvern aðsetursstað, sem var heim- ili mitt . . . þessa viku og þá næstu og alla ævi, að eiga minn eigin snaga til þess að hengja fötin mín á.“ John sat í rykugri gluggakistunni og dró mig blíðlega niður í sætið við hlið sér. Hann var ósköp róleg- ur, þegar hann sagði mér þessa sögu. En sú skýra mynd, sem birt- ist mér við þessi orð hans, vakti tilfinningar mínar og reif mig upp úr því sjálfsmeðaumkunarfeni, sem ég hafði sökkt sjálfri mér í. Fyrir augum mér sá ég einmana, móður- lausan, sex ára dreng. Eg sá hann standa í þessu herbergi á löngu liðnum tíma. Skyndilega varð þessi litli drengur mér undur kær. Ég gat heyrt vetrarstorminn hrista til gluggana á gamla bæn- um, líkt og hann hafði eitt sinn heyrt. Og þegar ég rýndi út um hrimið á rúðunum, gat ég séð tunglið. Það veitti litla, einmana snáðanum eina huggunarljósið í þessu dimma, kalda herbergi og virtist vera eini vinur hans. Þetta kvöld hafði afi sagt við Alice frænku: „Við komum með drenginn í fyrramálið. Hann er orðinn nógu stór til þess að geta sótt eldivið fyrir þig. Ég sæki svo kálfinn í næstu viku.“ Johnny litli hélt því, að það hefði verið skipt á honum og kálfi. Nú fengi hann aldrei framar að sitja tímunum saman í fallega, svarta lystivagninum hans afa og látast aka glæstu, svörtu eyki. Lystivagninn mundi enn eiga sinn sérstaka stað, þarna á milli korn- ámunnar og hesthússins. Lystivagn- inn átti heimili. Það var aðeins skipt á litlum strákum eins og kálfum. Litli drengurinn skreið upp í rúmið í stóru náttskyrtunni hans frænda sins, sem gleypti hann næstum. Og hann læddist yfir kalt gólfið út að glugganum. Hann stakk vísifingri upp í munninn og bleytti hann. Og svo nuddaði hann burt hrímið á svolitlum bletti á rúðunni, svo að hann gæti séð út. Hann starði upp til tunglsins, og litli líkaminn skalf: „Góði karl í tunglinu," bað hann, „láttu afa ekki skipta á mér fyrir kálf . . . láttu hann lofa mér að vera hérna áfram, gerðu það.“ „Ég grét mig í svefn þetta kvöld,“ sagði maðurinn við hlið mér og hló við, eins og þetta væri fvndið. Þegar hann hafði loks lokið máli sínu, varð ég vör við, að hönd mín hafði ósjálfrátt leitað eftir hendi hans og að ég hélt fast í hana. En það var ekki aðeins hönd eigin- manns míns, sem ég hélt í með slíku verndartaki. Það var líka hönd lítils, óttaslegins og sorg- mædds drengs. Upp frá því sá ég ekki aðeins John, er ég horfði á hann, heldur sá ég þá einnig spegilmynd litla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.