Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 27

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 27
HIÐ FRÆGA MÁL DREYFUSAR . .. 25 Bréf Zola vakti óhemju ólgu, og hann sætti hvers konar ofsóknum frá öllum hliðum. Það lék ekki á tveim tungum, að Gyðingarnir höfðu keypt hann til að skrna ákæruna. Fjarstæðukenndustu óhróðurssögur voru breiddar út til þess að gera hann tortryggilegan. Þennan mann, sem hafði gerzt svo djarfur að ákæra svo að segja alla frönsku þjóðina. Að sjálfsögðu var mál höíðað á hendur honum. En það var aðeins eitt atriði í bréfinu, sem hinn opin- beri ákærandi þorði að sækja hann til sakar fyrir, og það var ákæra Zola á hendur herréttinum fyrir að hafa, samkvæmt skipun, sýknað Esterhazy. í öllum löndum ríkti hin mesta eftirvænting, hvernig málinu mundi reiða af. Blöð hvarvetna um heim fluttu langar skýrslur um réttarhöldin. Það kom greinilega fram í réttarhöldunum, að Dreyfus hafði saklaus þolað sektardóm, en allt kom fyrir ekki. Herforingja- ráðið lýsti því yfir, að það mundi biðjast lausnar, ef Zola yrði sýkn- aður. Þessi hótun dugði. Zola var dæmdur i eins árs fangelsi. „Það lítur út fyrir, að allt gangi á móti mér,“ sagði hann, þegar dóm urinn hafði verið kveðinn upp, „en sannleikurinn og réttlætið er mín megin. Sú stund. mun koma, að Frakkland mun þakka mér fyrir að hafa borið fram réttlætiskröfuna og bjargað sóma Frakklands." Hann áfrýjaði og var dæmdur á ný. Áfrýjaði enn með sama árangri. til þess að þurfa ekki að þegja fór hann af landi burt og hélt baráttu sinni áfram utan landamæra Frakk- lands. Hann var sviptur riddara- krossi heiðursfylkingarinnar, og blöðin héldu áfram óhróðri sínum og tefldu fram einni Gróusögunni af annarri bæði um hann sjálfan og þá, sem dirfðust að verja hann. Henry ofursti hafði snemma í málaferlunum gegn Dreyfus falsað bréfaviðskipti milli ítalska og þýzka sendiráðsins í París. í einu þessara bréfa var Dreyfus nefndur á nafn, og orðið óþokki haft um hann. Þetta bréf var lesið upp í fulltrúa- deild þingsins af þáverandi her- málaráðherra Cavaignac, sem tók ábyrgð á því, að bréfið væri ófals- að, enda þótt Piquart hefði fyrir löngu fært sönnur á, að það væri falsað. Það er lítill vafi á því, að Cavaignac hefur, þegar hann las það upp í þinginu, vitað, að bréfið var falsað. Þingdeildin ákvað með 572 atkvæðum gegn 2 — og mikl- um fagnaðarlátum - að láta prenta ræðu Cavaignacs og festa hana upp á almannafæri um allt landið. En nú fór lygavefurinn að rakna. Esterhazy var á ný stefnt fyrir rétt fyrir falsað bréf. í þetta skipti vildi svo til, að heiðvirður dómari fjall- aði um málið. Rannsóknardómar- inn Bertulus lauk réttarrannsókn sinni með því að ákæra bæði Ester- hazy og Patu de Clam fyrir skjala- fals. Frekari aðgerðir voru látnar niður falla, en nú voru komnar fram svo margvíslegar ákærur á hendur Esterhazy, að eitthvað varð að gera. Honum var stefnt fyrir leynilegan herrétt, eins konar mann- orðsdómstól. Þar sannaðist, að hann var meðeigandi í hóruhúsi, og þeg- ar að því var spurt, hvort slíkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.