Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 66

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL merkis um, að hann mætti halda áfram. Klukkan átta hringja klukkur Angelusar og lögregluþjónarnir loka landamærahliðinu og setja slagbranda fyrir það. Nú lifnar miðborgin í Macao aftur við eftir iangt, drungalegt síðdegið. Þúsund götusalar upphefja sinn gjallandi söng, og rökkvaðar göturnar troð- fyllast af fólki. Snyrtileg torg breytast í iðandi sölutorg. Berfætt- ir burðarkarlar, berir niður að mitti, skjögra undir ótrúlega þung- um byrðum sínum. Það kveða við sprengingar flugelda og ilmur frá ilmspýtum fyllir loftið. Það heyrist klukknahljómur, og alls staðar glymja útvarpstækin og ósam- hljóma tónar og söngl Kantonóper- unnar berast út í kvöldhúmið. Á iðandi Avenida Almeira Riberro, helztu verzlunargötu borgarinnar, prútta gestir frá Hong Kong í fjölda örlítilla, troðfullra verzlana. Þar eð þetta er fríhöfn, eru verðin geysilág, og allar hillur eru fullar af japönskum myndavélum, sviss- neskum úrum, frönskum ilmvötn- um og glitrandi silkiefnum frá Shanghai. Þar getur líka að líta til- skorna demanta, dýrmæta steina og muni úr jaði og rafi og dýrlegt víravirki úr skíragulli. Einn helzti hyrningarsteinn vel- gengni Macao er einmitt gullið. Þar eð Portúgalar skrifuðu ekki undir Bretton Woods samninginn um skipulag og eftirlit með gullverzl- un um víða veröld, verzlar Macao löglega og hindrunarlaust með þennan gula málm. Innflutningur gulls nemur þar allt að 53 tonnum á ári. Gullið er selt fyrir opnum tjöldum í bönkum á 46 dollara og 46 cent únsan að meðaltali (fast- ákveðið heimsmarkaðsverð er aftur á móti 35 dollarar). Næstum 100% þessa gulls er smyglað frá Macao. Sumt kemst augsýnilega til Kant- on, þar sem það á sinn þátt í að gera Kínverjum kleift að sniðganga viðskiptatakmarkanir Bandaríkj- anna gagnvart Rauða-Kína. Þar eð greiðslur í gulli skilja ekki eftir nein sönnunargögn og ómögulegt er að rekja þær, er hægt að nota það til þess að breiða yfir leyni- legan innflutning Rauða-Kína á nýjustu vísindatækjum og vélum vestrænna ríkja. „SPILLTASTA BORGIN" Rauða-Kína er þarna rétt við bæjardyrnar, og návist þess er ætíð auðfundin og' oft ógnvænleg. Þar eð Portúgal viðurkennir ekki Alþýðu- lýðveldið Kína, hefur Macao engin bein tengsl við þannan öfluga ná- granna sinn. Ef einhver vandamál skapast, sendir nýlendustjórinn, José Nobre de Carvalho hershöfð- ingi, samningamenn með leynd til Kanton til þess að semja um sam- komulag, sem báðir aðiljar geti nokkurn veginn unað við. Ástandið líkist helzt línudans í fjölleikahúsi. í gegnum Macao fara um 300.000 Kínverjar til og frá Rauða-Kína ár- lega, þar á meðal stöðugur straum- ur njósnara, þjálfaðra undirróðurs- manna, og jafnvel skemmdarverka- manna. Fyrir stríð var Macao helzti keppinautur Shangai gömlu um tit- ilinn „spilltasta borg Austurlanda“. Þar úði og grúði af ópíum- og fjár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.