Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 47

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 47
44 ÚRVAL ÞAR SEM AUSTRIÐ OG VESTRIÐ MÆTAST 45 og er svo stórfengleg, að hún hef- ur fengið viðurnefnið Tyrknesku Versalir. Nú tekur báturinn snögga beygju stjórnborðsmegin á móti straumn- um yfir til Uskiidar, stærsta hverf- is Istanbul á Asíuströndinni. Úskudar með rauðu þökunum var stofnuð af Aþenumönnum fyrir meira en 25 öldum síðan og kölluð Chrysopolis. Hérna settu þeir á stofn fyrstu tollstöðina í heimi, til þess að hirða tolla af Svartahafs- verzluninni. En frægust er úskúd- ar fyrir stóru, gulu, ferköntuðu Selimiye hermannaskálana, þar sem Fyrsta Herdeild Tyrkja er til húsa. Hér hóf Florence Nightingale starf sitt, meðan á Krímstríðinu stóð, sem brautryðjandi í nútíma hjúkrun. Nú snýr skipið við og fer aftur yfir sundið og inn í Bebek-flóa, þar sem úir og grúir af bátum, lysti- skipum og fólki á vatnsskíðum. Bebek er aðalútborg Istanbuls, og sú fegursta, og hefur lengi verið eftirsóttur staður fyrir erlenda ferðamenn. Höfnin þar er hálf- hringur þéttsetinn úti-veitingastöð- um, þar sem Tyrkir og erlendir ferðamenn snæða og dansa fram eftir kvöldum. Skipið stefnir enn yfir sundið og fer fram hjá Kúcúksu, en sögur herma að á beim stað hafi Ottoman prinsessurnar átt stefnumót við leynilega elskhuga sína. Síðan brunum við áfram til Anatolu His- ar, sem er fiskiþorp við þrengsta kafla Bosporus. Darius konungur mikli leiddi fyrstu persnesku her- deildirnar yfir til Evrópu á þessum stað árið 513 f. K. — á fílum yfir bátabrú. Einnig er álitið, að fyrsta krossferðin, sem farin var árið 1097, hafi komið við hér á leið til Landsins Helga. Það tekur ekki nema átta mín- útur að skjótast tilbaka yfir Bos- porus til Rumeli Hisar vígisins i Þrasíu. Þrír rammbyggðir sívalir turnar eru stoðir þessa sex hæða, óreglulega lagaða vígis. Mannvirki þetta lét Ottoman sultaninn Meh- met Sigurvegari byggja af þúsund- um múrara og verkamanna á að- eins 92 dögum. Frá þessum bæki- stöðvum hafði hann Bosporus á valdi sínu með fallbyssum, og hóf sigursæla árás á Konstantinopel ár- ið 1453. Ofar á sundinu er Emirgan, en þar er Poets Park (skáldagarður- inn) fremstur af ótal úti-veitinga- stöðum meðfram hafnarbakkanum. Beint á móti Emirgan er Kanlica, heillandi og friðsælt austurlenzkt smáþorp, þar sem menn láta dag- inn eða alla ævina líða við keyif, þá fornu austurlenzku list að sitja hreyfingarlaus við einbeitingu hug- ans í sálarró. Þegar komið er fram hjá síðustu lendingarstöðum skips- ins við Rumeli Kavak og Anadolu Kavak má sjá nokkur einangruð fiskiþorp og síðan þriggja mílna breitt grýtt mynnið þar sem Bos- porus tengist Svartahafinu. Harðir straumar, ótal snarpar beygjur og mikil skipaferð orsaka óhjákvæmilega árekstra milli skipa á sundinu, oftast í þoku eða að næturlagi. Þess vegna er tankskip- um og stórum flutningaskipum ráð- lagt að sigla aðeins að degi til um fjölförnustu kaflana, og með tíu mílna hámarkshraða. Skipin hag- nýta sér straumana með því að sigla norður Evrópumegin en suð- ur meðfram Asíuströnd. Þetta ger-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.