Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 95

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 95
92 URVAL væri í stofuíangelsi. Fréttir þessar voru sendar til Lundúna, og síðar um kvöldið var kínverski sendifull- trúinn í Lundúnum boðaður á fund yfirmanna í Utanríkisráðuneytinu til þess að taka við mótmælum brezku rikisstjórnarinnar vegna stofuvarðhalds míns. En þau mót- mæli höfðu engin áhrif á þær þvinganir, sem ég var beittur. Næstu dagana reyndi ég að venj- ast þessu bjargarleysi mínu og tak- markaða frelsi, öllum leiðindunum og þunglyndinu, sem sótti að mér við það að vera állt í einu orðinn fangi í mínu eigin húsi. Eg var 27 ára gamall og þrunginn lífsorku og starf mitt var mér mjög hugleikið. Nú varð ég að horfast í augu við algert aðgerðarleysi. f hinum raka júlíhita varð ég smám saman latari og magnlausari. Að nokkrum tíma liðnum fór ég því að hafa það fyrir venju að fara snemma á fætur og halda upp á þak og sippa þar góða stund til þess að reyna að halda nokkurn veginn í horfinu líkam- lega. Fjarritinn, sem flutti fréttir og frásaenir Fréttastofu hins Nýja Kína inn í kjallarann minn, var enn í sambandi. Og þannig veittist mér nokkurt tækifæri til þess að fylgj- ast með þeim atburðum, sem voru að gerast í Kína, og þróun hinnar miklu ólgu, er þar ríkti nú. Ég hélt áfram að skrifa dagblaðagreinar um atburði þessa til þess að halda huga minum virkum. Og nú fór ég einn- ig að halda dagbók og skrifaði í hana hugrenningar mínar og lýsti hugarástandi mínu og tilfinningum frá degi til dags. Flest kvöld teíldi ég við vin minn í gegnum síma. Við komum skák- borðunum okkar fyrir og tilkynnt- um hvor öðrum leiki með því að nefna tölur. Ég skildi taflmennina eftir á borðinu á daginn. Og þegar kötturinn minn, hann Ming Ming, uppgötvaði þetta, gekk hann á röð- ina og felldi alla mennina og kast- aði þeim til sér til mikillar ánægju. Fyrirrennari minn í starfi þessu á vegum Reutersfréttastofunnar hafði gefið mér Ming Ming, er hann hélt burt frá Peking. Þetta var vinalegur, smávaxinn fress- GÍSL í PEKING 03 köttur, brúnn og hvítur á litinn. Hann var sérfræðingur í að út- rýma gekkóum, litlu eðlunum, sem leggja undir sig hús í Peking í heitu veðri. É'g náði gekkóunum niður úr loftinu með loftnetinu á stuttbylgju- útvarpstækinu mínu, og Ming Ming réðst svo á þær, er þær duttu í gólfið, og hámaði þær í sig. Honum fannst mjög gaman að leika sér að borðtennisbolta. Hann ýtti honum fram að efsta stigaþrep- inu á efri hæðinni og fylgdist síð- an gaumgæfilega með honum, er hann hoppaði þrep af þrepi alla leið niður á neðri hæð. Að því loknu kom hann inn í skrifstofuna mína og stóð þar og mændi á mig eins og hann vildi segja við mig: „Jæja, farðu þá og náðu í hann! Ég ætla að gera þetta aftur.“ Og það fór fyrir mér eins og farið hefði fyrir flestum dýravinum. Ég sótti bolt- ann fyrir hann. Ming Ming var skynsamt og elskulegt heimilisdýr, og í einangrun minni fór mér að þykja ósköp vænt um hann. Lífið hélt áfram á þennan hátt næstu fjórar vikurnar. Þá tók út- lendingaandúðin að magnast skyndi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.