Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 74

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 74
72 ÚKVAL lega á þá skoðun, að þarna væri um tilraunastarf að ræða, sem gæti haft hagnýta þýðingu. Hún tók því að leggja fé til tilrauna þessara (hing- að til hefur framlagið numið 60.000 dollurum) og gaf Genensky og nokkrum öðrum vísindamönnum og verkfræðingum leyfi til þess að vinna að þessu í nokkrum hluta vinnutíma síns. Þeim mistókst nokkrum sinnum í byrjun þessa til- raunastarfs, enda var þá að mestu leyti beitt happa-og-glappaaðferð- inni. Ein vélartegundin var til dæmis þannig, að það var varla ekki neitt rúm ofan á borðplötunni fyrir bók eða skrifblokk, vegna þess að sjónvarpsvélin og skermur- inn tóku of mikið rúm. Þeim hefur nú að vísu tekizt að leysa öll vandamál, hvað stærð snertir. En Genensky er samt alls ekki ánægður enn þá. Til allrar hamingju veitti Heilbrigðis-, mennta- og velferðarráðuneytið honum tveggja ára rannsóknar- styrk í fyrravor til þess að halda áfram að endurbæta Randsight- vélina, og nemur sá styrkur 140.000 dollurum. Það er einnig mikið vandamál, hvernig eigi að útvega öllum þeim sjónvélar, sem þurfa þeirra með. í fyrravor byrjaði lítið fyrirtæki í Los Angeles, Apollo Lasers Inc. að nafni, að setja fyrstu söiuhæfu Randsight-vélarnar á markaðinn undir vörumerkinu ,,Magnivision“. Byrjunarverðið var 3295 dollarar, en yfirmenn fyrirtækisins vona að geta komið verðinu niður fyrir 2000 dollara, þegar framleiðslan vex. I millitíðinni geta bókasöfn, blindra- skólar og atvinnuveitendur, sem leggja sig fram um að ráða fatlað fólk, tekið slíkar vélar í notkun og dreift þannig kostnaði hverrar vél- ar á marga notendur. Til allrar hamingju þarfnast margir þeir, sem hafa nokkrar sjón- leifar, ekki alls þess, sem „Magni- vision-vélin“ hefur upp á að bjóða. Venjulegir handlagnir menn geta smíðað einfaldari og ódýrari vélar handa slíku fólki, svo sem sjón- varpsviðgerðamenn, og notað til þess ýmsa hluti, sem hægt er að fá frá flestum sjóntækja- og rafeinda- tækjaverksmiðjum. Einn af fyrstu „lærisveinum" Genenskys, Robert M. Beltz að nafni, smíðaði mjög einfalda „ferðasjónvél" til eigin nota, sem hann getur tengt við hvaða sjónvarpstæki sem er, og kostaði vél þessi hann 600 dollara (sjónvarpstækið ekki meðtalið). — Beltz hefur samið stutta handbók til leiðbeininga um, hvernig vél þessa skuli smíða. Og segir hann, að hún sé svo einföld, að „Hvaða húsmóðir gæti notfært sér hana“. Þar að auki er Genensky sjálfur reiðubúinn að gefa hverjum þeim, sem um biður, ókeypis ráðlegging- ar, uppdrætti og aðrar tæknilegar leiðbeiningar. Nokkrir menn, sem hafa heim- sótt Genensky eða skrifazt á við hann, hafa látið smíða sér sjónvél- ar til eigin nota. Ung kona í Torr- ance í Kaliforníu hefur slíka vél heima hjá sér, svo að hún geti hald- ið áfram háskólanámi sínu í félags- fræðum. Húsmóðir ein í Encino í Kaliforníu notar sína vél til þess að skrifa bréf, lesa tímarit og dagblöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.