Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 99

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 99
GÍSL í PEKING 97 ofan á lærum mér, án þess að nokk- ur tæki eftir því. Þetta tókst mér með því að beygja mig enn lengra niður, þannig að höfuðið var nú næstum á milli hnjánna. Kannske hafa kvalarar mínir líka vitað það af fyrri reynslu sinni af stellingu þessari, hversu lengi fórnardýrið gæti haldið henni, þangað til það hnigi út af. Þegar mér fannst hryggurinn vera að því kominn að brotna, var mér loks skipað að rétta úr mér. Síðan var mér ýtt inn í húsið og í áttina að stiganum. í honum stóðu nú raðir af Rauðum varðliðum beggja megin. Þeir störðu allir á mig hatursfullum augum. Ég tók eftir því, að Rauði varðliðinn, sem stóð öðrum megin í neðsta þrep- inu, var stúlka, ein sú fegursta, sem ég hafði augum litið í Kína. Ég velti því fyrir mér af mikilli eftir- væntingu, hvert væri augnaráð fal- legrar stúlku, sem var nýbúin að verða vitni að þeirri ruddalegu auðmýkingu, sem einn varnarlaus útlendingur hafði mátt þola af hendi 200 Kínverja. Og ég horfði því fast á hana, er ég gekk fram hjá henni upp stigann. Hún starði beint fram fyrir sig á vegginn á móti og virtist forðast augnatillit mitt. É'g vona, að hún hafi kosið að einblína ekki á mig af þeirri ástæðu, að hún hafi ekki notið þess að taka þátt í slíkum aðgerðum, heldur hafi hún orðið leiksoppur atburða, sem hún gat engin áhrif haft á, og að hún hafi aðeins verið þarna, vegna þess að hún mátti til, líkt og marg- ir aðrir Kínverjar. SVÖRT HERBERGI Sú sýn, sem bar fyrir augu mín, er ég kom upp á efri hæðina, líkt- ist helzt martröð. Veggirnir beggja megin stigans voru allir útataðir í svartri málningu, sem rann í stríð- um straum niður eftir þeim, hvert sem litið var. Svefnherbergið og baðherbergið voru útötuð á sama hátt. Þar gat að líta fjölda slag- orða og vígorða á kínversku og ensku, svo sem: „Lengi lifi Mao formaður" og „Niður með Grey“. Jafnvel lökin í rúminu mínu höfðu verið útötuð í svartri málningu. Og þar gat að líta þetta vígorð, málað með kínverskum stöfum: „Ta Tao Gerlai“ (Noður með Grey). Sams konar áróðursspjald og límt hafði verið á bak mér, var einnig límt á veggina, rúmin, fataskápinn minn og fleiri staði. Hurðinni að skrif- stofu minni var lokað og hún inn- sigluð með breiðum pappírsræmum, sem á voru kínverskir stafir og stimplar frá yfirvöldunum, sams konar útbúnaði og ég hafði séð á hurðum ýmissa kínverskra húsa í nærliggjandi götum, eftir að íbúar þeirra höfðu verið „hreinsaðir" í nafni Menningarbyltingarinnar. Ég var teymdur fram og aftur af Rauðum varðliðum, sem höfðu óskaplega mikla ánægju af að sýna mér á ögrandi og ruddalegan hátt öll þau spjöll, sem þeir höfðu unn- ið í húsinu. Stórar myndir af Mao skreyttu nú mest áberandi staðina í hverju herbergi. Spegillinn í bað- herberginu var alþakinn slagorðum og vígorðum. Og þar gat að líta enn eitt snillibragðið. Hárin á hár- burstanum mínum höfðu verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.