Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 106

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL heimsins barna, fyrst ég reyndist sjálfur vera haldinn kvalalosta? Og ég var alveg miður mín af iðrun klukkustundum saman. „DREPUM! DREPUM!“ Er dagarnir liðu ofurhægt hver af öðrum, velti ég því oft fyrir mér, hvað brezka stjórnin hefðist nú að í máli mínu og hvort hún heyndi nú eitthvað til þess að hjálpa mér í raunum mínum. Og ég öfundaði vini mína, sem bjuggu við öryggi innan sendinefndarbygginganna, að því er ég áleit. En ég vissi ekki, að þeir börðust líka um í höndum Rauðliðahjarða, skelfdir og hjálp- arvana, er Utanríkisráðuneytið í Peking hélt áfram að beita múgof- beldi gagnvart útlendingum, sem bjuggu í Peking. Það var ekki fyrr en síðar, að ég frétti að ráði um það, sem gerzt hafði. Vandræði Breta í Peking færð- ust stöðugt í aukana, og þetta ástand náði hámarki síðdegis þ. 22. ágúst. 200 mótmælendur söfnuðust saraan úti fyrir byggingum brezku sendinefndarinnar, og þegar ein- hverjir brezku utanríkisþjónustu- mannanna reyndu að yfirgefa bygg- inngarnar, skýrðu opinberu örygg- isverðirnir, sem tekið höfðu sér stöðu við hliðin, þeim frá því að þeir gætu ekki ábyrgzt öryggi þeirra ut- an hliðanna. Þeir, sem í bygging- um þessum voru staddir, voru því í rauninni í umsátri. Þegar kom fram á kvöldið, kom það í Ijós, að 18 karlmenn og 5 konur yrðu að hafast þar við um nóttina. Því var tilreidd flausturs- leg máltið handa fólkinu og rúm- fleti útbúin í skrifstofunum. Klukk- an hálfellefu um kvöldið gægðist einn karlmannanna út um litla rifu á framveggnum og sá, að mann- fjöldinn úti á götunni hafði aukizt gífurlega. En fólkið sat bara hljóð- látt í röðum á götunni og hlustaði á æsingaræðu eins leiðtoga síns. Þetta var mjög óvenjuleg hegðun meðal múgsins. Brezki sendifull- trúinn, Sir Donald Hopson, og þrír starfsfélagar hans voru uppi á lofti að spila bridge. Hopson var nýbú- inn að segja ,,þrjú grönd“. Og rétt á eftir varð honum litið út um gluggann, áður en hann fór að spila. Á því augnabliki sá hann múginn rísa á fætur og taka síðan að ryðj- ast í áttina að garðshliðunum. Þetta var gífurlegur mannfjöldi, líklega allt að 10.000 manns. Hopson hróp- aði þessi aðvörunarorð: „Þeir eru að ryðjast inn í bygginguna." Múgurinn ruddist yfir hliðin og garðveggina og hafði að vopni kú- bein, hamra, sleggjur, stangir og fleira af slíku tagi. Stjórnarerind- rekar frá kommúnistaríkjum í Austur-Evrópu höfðu séð nokkra mótmælendur bera olíutunnur eft- ir götunum, og þeir reyndu að hringja til Breta og vara þá við. En símastrengirnir höfðu verið skornir í sundur, um 90 mínútum áður en árásin hófst. Ýmislegt ann- að benti til þess, að Kínverjar höfðu undirbúið þessa árás vandlega. Brunabílum hafði verið lagt ná- lægt aðsetri brezku sendinefndar- innar, áður en árásin hófst. Og stjórnstöð árásarmanna hafði verið komið á laggirnar við götubrúnina til þess að samræma hinar ýmsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.