Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
gullmelmi sem hefur verið unnið í
þessum tilgangi um víða veröld.
Það var því ekki til eflingar tím-
anlegum auði heldur til andlegra
nota, sem námugröftur var stundað-
ur upphaflega á jörðinni.
Eftir að hafa fundið ástæðuna
fyrir námugreftrinum, sneru þeir
félagar Beaumont og Boshier sér að
námumönnunum. Það var í því
rannsóknarstarfi, sem þeir fóru að
grafa í landamærahellinum.
Hellirinn hafði verið rannsakað-
ur upphaflega 1934 og vísindamenn
höfðu fundið þar ýmiss konar merk
ar steinmyndanir, með mannabein-
um, ásamt barnsbeinagrind frá mið
steinöld. En þar eð geislaverkanir
höfðu ekki enn öðlast þýðingu fyrir
rannsóknir og beinin voru álitin frá
síðari mannfræðiskeiðum, hafði eng
in sérstök athygli beinzt að þeim.
Hellisgólfið hafði ekki verið
hreyft í 30 ár, þegar Beaumont og
Boshier lögð þangað leið sína í des-
ember 1970. Á 50 starfsdögum, með
an þeir höfðu nægjanlegt fé handa
á milli til starfsins fundu þeir fjöld-
an allan af fornum listgripum, dýra
beinum löngu horfinna dýrateg-
unda.
Viðarkol frá yfirborðs öskulagi,
enn yngra en það, sem barnsbeinin
voru í, reyndist við geislarannsókn-
ir vera nálægt 50 þúsund ára. Þá
hlaut greftrun barnsins að hafa far-
ið fram fyrir minnsta kosti svo löng
um tíma; þótt erfitt væri að segja
hve löngu fyrr.
Steinmyndirnar og jarðlög í
hömrunum sem mynduðu hellinn
níu fetum undir yfirborði gáfu hug-
Beinagrind í Border Cave. — Aidur
ókunnur.
boð um að minnsta kosti 100 þús.
ár.
„Raunverulega má fullyrða, að
þarna reyndist allt að minnsta
kosti þrisvar sinnum eldra en upp-
haflega var ætlað í bókum,“ sagði
Boshier í skýrslu.
Steinörvar sem þarna fundust,
sem fornleifafræðingar töldu 15 þús
und ára voru að minnsta kosti 50
þús. ára gamlar. Og vandlega mót-
uð bein úr 35 þús. ára jarðlögum,
sem höfðu verið notuð til að gera
plötur í líkingu mánans, gáfu til
kynna að menn höfðu nú þegar
lært að telja.
Loftslagið í hellinum er þannig,
að þar hafa varðveitzt fullkomlega
í jarðlögum: Trjágreinar, lauf, gras
og fiður, sem notað hefur verið í
hvílurúmum fólksins fyrir 50 þús.
árum. Það er því auðsætt af rann-
sóknum þeirra félaga að maðurinn