Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 23
FORNA NÝTÍZKUBORGIN, MEXÍKÓ
hámenningu Indíána og Evrópu-
manna í senn.
Val fornmanna á borgarstæði er
Mexíkóbúum alvarlegt vandamál
og ævarandi.
Kirkja guðsmóður — sýnir þetta
glöggt, en hún virðist fremur sýn
en veruleiki.
Vestur-álman stendur stolt og
reist með sína klukkuturna á traust
um grunni. Austurturnarnir og kap-
ellan hallast hryllilega. Hvers
vegna?
Vesturálman er sem sé á bjargi
byggð, en austurhlutinn í sökkv-
andi feni Texacoco vatnsins, sem
er undir mestum hluta Mexíkó-
borgar.
Sum borgarsvæðin, sem byggð
eru á leðjunni hafa sokkið um 9
metra síðan árið 1900
Einn af stjórnendum orðaði þetta
vandamál í fáum orðum á þessa
leið:
„Undirstaða borgarinnar er að
mestu eldfjallaaska samansett eins
og vaxkaka í býkúpu. Og svo er
þessi kaka vatnsósa þar að auki.“
Sé vatninu dælt brott eins og gert
hefur verið á þessari öld til vatns-
veitu borgarbúa, springa öskukekk-
irnir.
Vatnsforði borgarinnar kemur nú
frá öðrum uppsprettum og sigið
hefur minnkað að meðaltali. En það
var orðið 31 þumlungur árlega
sums staðar á árunum 1948—‘50.
Lokræsakerfið hékk þá saman að
nýju í stað þess að fljóta brott úr
borginni eða sökkva, og sigið stöðv-
aðist í bili.
En bili dælurnar er allt komið
21
óðara í sökkvandi fen. Nú er verið
að grafa djúpa skurði eiginlega jarð
göng 40—200 metra á dýpt undir
yfirborði til þess að beina holræsa-
keríinu undir hálendið inn á þurr-
svæðið í norðri. Þessi göng verður
að gera til að bjarga borginni.
Foraðið undir borginni hefur
samt ekki komið í veg fyrir bygg-
ingar skýjakljúfa og turna.
Þar er skýrasta dæmið Latin
American-turninn, sem trónar þráð
beinn og derrir sig á sínum stað
þótt allt sé hallandi og sökkvandi í
kringum hann. Adolfo Zeavaert, er
reisti turninn útskýrði þetta furðu-
verk á þessa leið.
Nokkrar stál- og steypusúlur,
reyndar 360 að tölu ná niður á um
30 metra dýpi og tylla þannig bygg-
ingunni allri á traustan grunn, bera
uppi meira en hálfan þunga hennar.
Hinn hluti þungans flýtur raun-
verulega á yfirborði leðjunnar líkt
og kassi 10—45 metra undir yfir-
borðinu.
Vatnsmagninu í jarðveginum er
svo haldið stöðugu með vélrænum
vatnsgröfum, ef þrýstingur eykst.
Turninn hefur alls ekkert sigið
síðan hann var fullgerður fyrir 17
árum, og hann haggaðist vart í jarð
skjálftunum miklu árið 1957, sem
eru þeir mestu, sem yfir hafa dun-
ið í Mexíkó, síðan sögur hófust og
eyðilagði 975 byggingar í borginni.
Framfarir og véltækni hafa flutt
með sér önnur vandræði varla betri.
Lega borgarinnar í Mexíkó-dal og
háþróaður verksmiðjuiðnaður valda
svo mikilli loftmengun, að hið nær
5 þús. metra háa eldfjall Popocaté-
petl og nágrenni þess Iztaocíhuatl,