Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 62
60
IJRVAL
athugun, en fann engin merki
neins.
Ekki virtust heldur vera nein
þrýstingsáhrif, en þau valda ógur-
legum höfuðverkjum, né nein stöð-
ug spenna.
Maðurinn virtist raunverulega
vera ánægður með vinnu sína, fjöl-
skyldu og líf. Ofnæmisprófanir
sýndu heldur ekki neitt.
En þessum lækni fannst, að ein-
hver orsök hlyti að vera þarna. Og
hann eyddi því klukkustundum
saman í að tala við manninn. Þegar
hann fékk að vita, hvað maðurinn
gerði venjulega í tómstundum,
komst hann loks á sporið. Mannin-
um þótti kínverskur matur afar góð
ur og hann borðaði slíkan mat
tvisvar eða þrisvar í viku. Læknir-
inn mundi eftir að hafa lesið, að
eitthvað í sojasósu orsakaði stund-
um óvenjulega svörun.
Hann athugaði úr hvaða efnum
sojasósa er samansett, og sá að í
henni er monosodium-glutamat, og
komst að raun um, að sumt fólk
hefur ofnæmi fyrir þessu efni. Hann
prófaði sjúklinginn nú með tilliti
til þessa, og svörin voru jákvæð.
Maðurinn var fórnardýr „sojasósu-
eitrunar“. Lyfseðillinn hljóðaði svo:
„Haldið yður frá sojasósu."
Rannsakendur vita ekki um neinn
þekkjanlegan sjúkdóm, sem orsak-
ar migrenu-höfuðverk. En þeir vita
hvað það er sem gerist í höfðinu og
orsakar verkina af migrenunni.
Æðarnar kringum heilann — ekk
ert í heilanum sjálfum — víkka og
þrýsta á innri hlið höfuðskeljarinn-
ar. Þrýstingur höfuðkúpunnar á æð
arnar orsaka verki, í fyrstu eins og
slátt í takt við hjartað um leið og
blóðið dælist gegnum þandar æðarn
ar. Þegar lengra líður á migrenu-
kastið —• stundum 12—18 tíma —
verða æðarnar, sem venjulega eru
mjúkar og sveigjanlegar, eins og
þykkari og stífari, með þeim afleið-
ingum, að þrýstingurinn frá höfuð-
kúpunni verður stöðugri og í stað
sláttarins kemur stöðug kvöl. Jafn-
vel eftir að sjálfar kvalirnar eru
farnar, þá verða eftir eymsli, sem
standa margar klukkustundir, jafn-
vel heilan dag.
Rannsakendurnir vita einnig, að
orsökin til þess að æðarnar fara að
þenjast út, er breyting á samdrætti
í efni, sem er í kringum höfuðkúp-
una, og kallast serotonin. En hvað
orsakar þessa breytingu, vita þeir
ekki. Það gæti verið harkalegt and-
svar við vissu álagi eða kvíða. Það
gæti líka verið í sambandi við hor-
mónastarfsemi — vitneskja varð-
andi konur styður þá tilgátu nokk-
uð — eða þetta gæti verið arfgengt.
Eins voðaleg og migrena er, þá
er oft auðveldara að ráða við hana
en aðrar tegundir höfuðverkjar.
Til dæmis orsakast þrýstingshöf-
uðverkir af svo alvarlegum sam-
dráttum í vöðvum á hálsi og höfuð-
beinum, að ýmsar taugar í höfðinu
sæta misþyrmingu og það kemur
fram í verkjaköstum.
Höfuðverkur, sem sezt allt í kring
um höfuðið, hneigist til að koma
á vissum tímum: Snemma á morgn-
ana — fórnardýrið vaknar með
hann — og aftur á kvöldin. Þetta
getur gengið þannig svo árum skipt
ir.
Meðferð við þrýstingshöfuðverkj-