Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
Kortin sýna stöðu Norður-írlands (Ulster), sem tilheyrir Bretlandi.
MÓTMÆLENDUR
OG KAÞÓLIKKAR
í dag er beiskjan svo bitur milli
mótmælenda og kaþólikka á Norð-
ur-írlandi að sagan segir að þegar
Englendingur sem bjó um tíma á
írlandi, skrifaði „trúlaus" undir trú
arbragðadálkinn á manntalseyðu-
blaðinu sagði embættismaðurinn:
„Vilduð þér gjöra svo vel, herra
minn að hafa þetta örlítið nákvæm-
ara, eruð þér trúlaus mótmælandi
eða trúlaus kaþólikki?“ í raun og
veru er engin nauðsyn á að spyrja
íbúa Norður-írlands um trúarskoð-
un hans. Það er nóg að vita hvar
hann býr, vinnur, verslar eða drekk
ur eða þá í hvaða skóla hann hefur
gengið. Hverfi mótmælenda og ka-
þólikka, atvinnustaðir, verslanir og
bjórkrár eru greinilega aðskilin. Ó-
kunnugur getur séð í einu vetfangi
hvort íbúarnir eru mótmælendur
eða kaþólikkar, í hverfi mótmæl-
enda blaktir „Union Jack“ (breski
fáninn) eða hinn rauðihvíti fáni
Ulster við hún, sem ögrandi aðvör-
un til kaþólikka að halda sig í fjar-
lægð. Umkringdir í aldir af fjand-
samlegum kaþólikkum hafa mótmæl
endur þróað með sér einskonar um-
sáturshugarfar og óbilgjarna fram-
komu, rofna úr tengslum við nú-
tíma hugsunarhátt. Á hátíðisdögum
eins og 12. júlí, minningardag „Bar-
dagans við Boyne“ (Við Boyne-ána,
á austurhluta írlands, sigraði Vil-
hjálmur af Orange, sameiginlegur
konugur Englands og írlands með
konu sinni Mary, hinn afsetta ka-
þólska konung Englands, Jakob 2.
árið 1690 og endaði þannig hin ka-
þólska „ógnun“ við bresku krún-
una) marséra mótmælendur af á-
kafa eftir strætunum af trúarlegri
fullyrðingu um yfirburði mótmæl-
enda yfir hinum kaþólsku. Mikill
hluti fullorðinna mótmælenda til-