Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 39
ANDREW DO EKKI TIL EINSKIS
37
Þau neituðu blátt áfram að taka
við svari orðuðu á þennan hátt, og
hófu þriggja ára krossferð til að
gera þjóðgarða og minnismerki
í USA öruggari fyrir þær 211
milljónir manna sem þangað koma
árlega.
Framkvæmdir þeirra sönnuðu, að
Ameríkumaður, sem helgar sig ein-
hverju málefni heilshugar, megnar
þrátt fyrir allt að snúa stjórnmála-
legu skrifstofubákni, brjóta skarð á
ómennskar útlínur þess og víg-
stöðu og hrósa sönnum sigri.
í júní mánuði 1970, þegar Andrew
litli dó, var aðeins einn opinber
eftirlitsmaður yfir þeim 30 millj-
ónum ekra, sem stjórnað er af þjóð
garðaeftirlitinu í Washington.
Starf öryggiseftirlitsmanns með
vélaútbúnaði á vesturstöðvum beið
óveitt.
Öryggismerki og áletranir til við-
vörunar og eftirlit með því voru í
algjöru lágmarki.
Árið 1959 hafði garðstjórnin í
Yellowstone Park látið útbúa spjald
með yfirskriftinni:
Til öryggis:
,,Á hverasvæðunum verður að
ganga eftir girtum gangstígum og
halda börnum þar hjá sér.“
„Sjóðandi pollar eru lífshættu-
legir. Víða er jarðvegurinn stökkur
í sér og brotnar, þótt hann sýnist
öruggur, þá er hann þunnur og
hættulegt að stíga á hann.“
Árið 1970 voru orðin máð af
spjaldinu og vöktu enga eftirtekt. í
staðinn var einhver regla komin,
en grafin innan dyra. Hún var á
þessa leið: ,,Á hverasvæðinu er jarð
vegur þunnur og ótraustur yfir sjóð
andi pollum. Gangið og standið á
gangstígunum og hafið börn og
gæludýr undir ströngu eftirliti."
Auðvitað vissu Hechts hjónin að
þjóðgarðar eru gerðir til að varð-
veita náttúruna ósnortna af manns-
höndinni.
Samt var þessi villta náttúra var-
in í grimmd sinni, flekkuð af um-
gengni og návistum ferðamanna-
hópa í hundruðum þúsunda.
Við Old Faithful stóðu hjónin í
þúsund manna sveit að minnsta
kosti. Á eftir reikuðu þau ásamt
öðrum niður að Crested Pool, þar
sem drengurinn drukknaði. Það var
hljóðlát friðarganga. í Yellowstone
eru áletranir til gesta:
„Gangið og standið," en þeim
fylgja svo ekki frekari skýringar.
Auk þess eru áletranir máðar inni
við og litir stafa að mestu horfnir.
Engar girðingar eru til að koma í
veg fyrir að gufa geti blindað eins
og varð með Andrew litla.
Garðvörður gaf þessa skýringu til
andmæla:
„Sé girðing sett upp hér, þá verð-
ur að girða að minnsta kosti 150
svipaða staði.“ „Slík mannvirki,"
bætti hann við, „mundu bókstaflega
eyðileggja hið upphaflega og nátt-
úrlega hér og stríða gegn tilgangi
þjóðgarðsins. Fólk með almenna
dómgreind ætti líka að geta gætt
sín og barna sinna hér. Og auk þess
yrði kostnaður við slíkar fram-
kvæmdir „hræðilega" mikill“.
Yfir slíkum og þvílíkum ræðum
urðu Hechts-hjónin ægilega móðg-
uð og ákváðu að notfæra sér vald
póstþjónustunnar í Bandaríkjunum