Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 19
17
MÁ ÉG FÁ BÍLINN, MAMMA?
Ég svaraði í uppnámi: „Það er
hvergi hægt að koma með hann
svona.“
„Vertu ekki að ásaka hann. Hugs
aðu þér, að þú hefðir fundið hann
einhvers staðar svona,“ ráðlagði
unglingurinn. „Hættu þessu öskri,
Nonni“.
Jón lægði röddina, og við lögð-
um af stað, og á slysavarðstofunni
voru tekin tíu spor í litla andlitið.
A leiðinni heim, þegar ég sat með
Jón í kjöltunni leit ég með stolti
á stóra soninn við hlið mér.
„Hvernig stendur á því, að þú
ert orðinn svona dásamlegur eftir
eins árs stjórn á bílnum?“ spurði
ég. _
„Ég veit það ekki, mamma“, var
svarið. „En satt að segja var ég að
velta því sama fyrir mér. En hvað
það er skrýtið."
Jerome Silverman, sálfræðingur, hefur komizt að þeirri niður-
stöðu eftir að hafa verið ráðunautur fyrirtækis í Kaliforníu, sem
tók þátt í þjálfunaráætlun, að 40 stunda vinnuvika sé einfaldlega
ekki í samræmi við lífshætti sumra manna. Sumir af 60 atvinnu-
leysingjum, sem lengi höfðu ekki haft fulla vinnu og voru ráðnir
samkvæmt áætluninni, brugðu vel við hvatningunni, sem þjálfunin
veitti þeim, með launum og sálrænni uppörvun. Hins vegar reynd-
ust aðrir „ekki hafa áhuga á langtíma starfi... Þeir höfðu lært að
aðlaga sig því að hafa verri lifskjör en flestir aðrir og vildu fórna
lífskjörum fyrir frelsið til að hafa frístundir og njóta ýmissar á-
nægju í því sambandi." Silverman leggur til, að gerðar verði sér-
stakar vinnuáætlanir fyrir þetta fólk og verði byggt á þeirri for-
sendu, að áhugi þess beinist ekki að venjulegum millistéttargæðum
lífsins. í þeim vinnuáætlunun. ætti að krefjast ábyrgðar af starfs-
fólkinu en hins vegar skyldi vinnuvikunni haldið í algeru lágmarki,
sem yrði talsvert innan við 40 stundir.
Það er meiri viðurkenning að hafa trúnað annarra en að hafa
ást þeirra. George MacDonald.
Friederich Wilhelm Nietzsche:
Sá, sem sér illa, sér alltaf minna en er að sjá. En sá, sem heyrir
illa, heyrir alltaf meira en er að heyra.
Það hefur dregið úr gagnrýni á konur við stýrið, kannski af því,
að vegna hársíddar er orðið nærri ógerlegt að sjá, hvort ökumaður
inn í „hinum bílnum" er kona eða ekki.
James Thom.
I