Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
ið. Þegar hún kom niður eftir gang-
inum, sem lá til slysavarðstofunnar,
sá hún langa röð af tómum burðar-
rúmum, sem biðu þarna tilbúin til
notkunar. Hún hafði aldrei fyrr orð
ið vör við svo víðtækan undirbún-
ing fyrir móttöku slasaðs fólks á
þrem árum, sem hún hafði starfað
við sjúkrahúsið.
Einmitt þá sá hún, að verið var
að bera burðarrúm út úr slysa-
varðstofunni. f því lá grönn stúlka,
hreyfingarlaus. Hún var klædd í
síðbuxur. Alice tók á rás.
,,Teresa!“ hrópaði hún. „Guð minn
góður, Teresa!“
Þrír af meðlimum eins sjúkra-
bílaliðsins stóðu í hnapp í kringum
burðarrúmið, en Alice ýtti þeim til
hliðar og hallaði sér yfir dóttur
sína, í illa útleiknu andliti hennar
og hársverði gat að líta mold, sand
og smásteina. Hún opnaði augun
sem snöggvast og hvíslaði með blóð
storknum vörum: ,,Mamma.“
„Svona, svona, elskan mín! Þetta
lagast,“ svaraði móðir hennar.
Dr. Sperling skoðaði Teresu og
lagði síðan handlegginn yfir axlir
Alice. ,,Ég efast um, að það sé um
nokkur innvortismeiðsl að ræða,“
sagði hann. „Við sendum hana
strax í röntgenmyndatöku. Viltu
fara með henni?“
Alice fylgdist með dóttur sinni í
gegnum röntgenmyndatökuherberg-
in og síðan upp á loft og beið hjá
henni, meðan verið var að koma
henni þar fyrir í rúmi.
„Það var hræðilegt, mamma,
hræðilegt! Lestin brunaði beint á
okkur,“ sagði Teresa og skalf af
hryllingi.
„Svona, svona, elskan! Reyndu
nú að sofna,“ svaraði móðir hennar.
Deyfilyfin voru að byrja að hafa
áhrif, og unga stúlkan sagði syfju-
lega: „Það er allt í lagi með mig,
mamma. Farðu bara og hjálpaðu
hinum.“
Alice Martin kyssti dóttur sína
blíðlega á ennið og fór út úr stof-
unni. Hún var heppnari en hinir
foreldrarnir. Hún hafði störfum að
sinna, sem þoldu enga bið.
ÓTTINN TENGDI FÓLKIÐ
SAMAN
Klukkan 8.45 var orðið fullt af
fcilki í anddyiri sjúkrahússins. í
Neyðaráætluninni hafði ekki verið
gert ráð fyrir innrás um 100 manns.
Þar voru mæður og feður, ömmur
og afar, og bræður og systur. Fólki
þessu var að vísu bannaður aðgang
ur að efri hæðunum, en það var
samt ekki hægt að skipa því að fara
heim. Það hafði rétt á því að vera
eins nálægt börnum sínum og unnt
var aðstæðnanna vegna.
Russell Drumm, forstöðumaður
sjúkrahússins, tók því til sérstakra
ráða til þess að ráða bót á öng-
þveitinu í anddyri sjúkrahússins.
Hann lét fólkið fara inn í stóran
fundarsal á neðstu hæðinni. Salur
þessi var nálægt matsalnum. Og
hann gerði ráðstafanir til þess, að
fólkið gæti fengið kaffi og smurt
brauð eftir þörfum. Salur þessi var
notaður fyrir fundi og ráðstefnur,
og í honum voru borð og stólar, en
hann var afsíðis, þannig að fólkið
var ekki lengur fyrir. Þarna biðu
aðstandendurnir nú, og það var sem