Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 27
25
Edison - maðurinn
og
snillingurinn
READER'S DIGEST
homas
*
*
*
*
T
Alva Edison,
?K* skapari grammafóns-
'(•j ins, glóðarperunnar,
Æ kvikmyndavélarinnar,
m
verðbréfamargföldun-
artækisins, kolefnis-
sendisins (sem gerði talsímann fjár
hagslega mögulegan) og meir en
1000 annarra uppfinninga, var elsk-
aður og dáður, meir en nokkur ann-
ar Ameríkumaður meðan hann var
uppi. Margir minnast enn nætur-
innar, eftir jarðarför hans, kl. 9.35
þegar milljónir heimila í Banda-
ríkjunum slökktu ljós sín í eina
mínútu í minningu hans.
Hvers vegna var þessi 84 ára
gamli snillingur svona dáður? Eft-
irfarandi svipmyndir, við vinnu og
leik, sagðar af hans nánustu vin-
um, ættmennum og aðstoðarmönn
um, sem safnað var saman af rit-
stjóra R,eader‘s Digest, Don Whar-
ton, varpa nokkru ljósi á mann-
legar hliðar hans.
Hann var um það bil sex ára
gamall þegar hann komst að því
hvers vegna gæsin lá á eggjum
sínum og hver hinn undraverði ár-
angur varð af. Dag einn gátum við
hvergi fundið hann. Loks fann fað-
ir okkar hann samanhnipraðan í
hreiðri sem hann hafði útbúið í
hlöðunni og fyllt af gæsa- og
hænsnaeggjum. Þar lá hann í raun-
inni á, í tilraun til að unga þeim
út.
Marion Edison Wheeler,
systir Edisons.
Edison var fæddur í Milan, Ohio
árið 1847, en fjölskylda hans flutti
til Port Huron í Miehigan þegar
hann var 7 ára að aldri. Skömmu