Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 32
30
að vesælan kjána sem gæti af sjálf
um sér hugsað og sagt einhverja
bölvaða vitleysu, þá veit ég að ég
er ekki merkilegur uppfindingar-
maður.“ Hann beindi fingri sínum
ÚRVAL
til himins og sagði, „þarna er hinn
sanni uppfindingarmaður".
Martin André Rosanoff,
efnafræðingur í starfsliði
Edisons.
John Steinbeck:
Ég tel, eftir að hafa hugsað málið gaumgæfilega, að hárgreiðslu-
meistarinn sé mikilvægasti maðurinn í samfélaginu. Þegar konur
koma til hans, gerist eitthvað sérstakt í sál þeirra. Þeim finnst
þær vera öruggar, og þær „slappa af“. Hann veit, hvernig húðin
er undir farðanum og hve gamlar þær eru. Þær þurfa ekki að lát-
ast. Konur segja honum hluti, sem þær mundu ekki segja presti
eða lækni. Þegar konurnar leggja leyndarmál sín í hendur hans,
öðlast hann vald, sem fáum öðrum mönnum er gefið. Ég hef heyrt
vitnað til hárgreiðslumanna með algerri sannfæringu varðandi list-
ir, bókmenntir, stjórnmál, hagiræði, barnauppeldi og siðgæði. Trúið
mér.. Slyngur hárgreiðslumaðui hefur meira vald en flestum mun
til hugar koma.
Freya Stark:
Snyrtimennska er ein af þeim dyggðum, sem menn munu ekki
líkja við ánægju. Hún gerir lífið samt auðveldara og þægilegra,
gerir engum mein, og í rauninni sparar hún tíma og hlífir við vand-
ræðum. Samt sem áður hlýtur það að vera vegna geysilegra mis-
taka, að þrátt fyr-ir einbeittar tilraunir til að kenna ungu fólki snyrti-
mennsku þá hafna milljónir manna af öllum kynslóðum henni sífellt.
Tveir skrifstofuþrælar ræðast við':
„Þú ert þreytulegur. Hvað kom fyrir?“
„Ég — nei, þú trúir því ekki.“
„Auðvitað trúi ég því, sem þú segir.“
„Nei, þú trúir því alis ekki:“
„Láttu ekki svona, maður.“
„Ég hef unnið of hratt.“
,,Ég trúi því ekki!“
Forstjórinn viðurkennir, að ritari hans kunni ekki að vélrita og
rífist. „Ef hún væri börnunum ekki svona góð, þá mundi ég skilja
við h’ana;‘( segir hann. u 1