Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 117

Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 117
SLYSIÐ 115 hann: „Enginn er leiðari en ég sjálf ur yfir hinum sorglega atburði, sem gerðist þ. 24 marz 1972. En þetta var slys, ekki glæpur.“ Samt var Larkin kallaður fyrir yfirkviðdóm í dómshúsi hreppsins í New City. Var hafður vörður um dómshúsið. Blaðamenn og sjón- varpsmenn söfnuðust saman á úti- þrepunum til þess að verða vitni að komu hans til dómshússins, en honum var smyglað inn í húsið gegn um bakdyr. Hann kom út aftur að tveim stundum liðnum. Hann hnipr- aði sig saman, allur í keng, og andlit hans var fölt og tekið. Næsta miðvikudag var borin fram gegn honum fimmföld kæra fyrir manndráp vegna glæpsamlegrar van rækslu, þ. e. ein kæra fyrir hvern af þeim fimm piltum, sem dóu. Það var í fyrsta skipti í sögu New York fylkis, að slíkar kærur höfðu verið bornar fram vegna skólavagnaslyss. „Manndráp vegna glæpsamlegrar vanrækslu" merkir, að verknaður ákærða „sé geysilegt frávik frá þeirri aðgæzlu, sem maður með al- menna skynsemi mundi sýna við þær aðstæður, sem um var að ræða.“ í kærunum stóð, að „hann hefði látið undir höfuð leggjast að stöðva skólavagninn ekki minna en 5 metr um og ekki meira en 17 metrum frá vegamótunum, að hann hefði látið undir höfuð leggjast að skipta um í lágan gír, að hann hefði látið und- ir höfuð leggjast að stanza, enda þótt við blöstu greinilega merkt stanzmerki, að hann hefði látið und ir höfuð leggjast að hafa viðeigandi og nægilega stjórn á vagninum, að hann hefði látið undir höfuð leggj- ast að opna vagnhurðina til þess að gá og hlusta, eins og krafizt er í reglunum, og að vegna þessarar van rækslu hefði hann ekið skólavagn- inum út á járanbrautarteinana beint í veg fyrir Penn Central-vöru flutningalest, sem var greinilega sýnileg og sem gaf einnig frá sér vel heyranlegt hljóðmerki í um 1000 feta fjarlægða, þegar hún nálgaðist Gilchrestvegamótin.“ Eiginkona Larkins stóð fast við hliðina á honum, meðan ákæran var lesin. Hún grét hljóðlega, þegar lestrinum var lokið. Eiginmaður hennar var svo leiddur burt í ljós- myndun og fingrafaratöku. Síðan var honum sleppt gegn skuldbind- ingu.* Þá höfðu 17 unglingar þegar verið sendir heim innan mánaðar. Þeirra á meðal var David Fieetham, D-drengurinn. Fótur hans var enn í heilu lagi. Barbara Trunz, unga stúlkan með mikla leiklistaráhug- ann, átti einnig að fá að fara heim bráðlega. Barbara bar sigur úr být- um í kapphlaupinum um aðalkven- hlutverkið í skólaleikritinu. Gagn- rýnandi dagblaðs í bænum komst svo að orði um frammistöðu henn- ar: „Hún kemur lögum til skila á mjög áhrifamikinn hátt. Og einn þáttur gerir frammistöðu ungfrú Trunz jafnvel enn athyglisverðari. Hún leikur sem sagt og syngur á hækjum. Hún hreyfði sig með furðu legum yndisþokka.“ * Þ. 8. marz 1973 kvað kviðdómur upp þann úrskurð, eftir að hafa fjallað um málið í 29 tíma, að Lark- in væri sekur um allar fimm ákær- urnar um manndráp vegna glæp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.