Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
rátt eða ósjálfrátt móðgast hún, ef
það er kuldalegt, gleðst, ef það er
kurteislegt og vingjarnlegt.
Banki fékk bréf frá viðskipta-
manni, sem hafði flutt frá New
York til Bermuda. Hann skrifaði
viðvíkjandi ráðstöfunum á reikning
sínum.
Bankinn svaraði: ‘
,,Vér þökkum fyrir bréf yðar við-
víkjandi breytingu á heimilisfangi
yðar.“ Annað ekki. Ég held ég hefði
sagt
„Ég öfunda yður af nýja heimil-
isfanginu".
Sannarlega ber viðleitni til að
skrifa skýrt og rétt launin í sjálfu
sér.
Nú eru tímar mikilla skipulagn-
inga, þar sem auðveldara er að
skynja yfirburði þína, af því sem
þú skrifar, en því sem þú segir eða
gerir.
Ritaðu eins og ég ráðlegg þér, og
hróður þinn mun aukast.
Auk efnalegs ávinnings er til ann
ar ekki síðri persónulegur ávinning
ur.
Þegar þú skrifar sérstæðan stíl,
glæsiiega grein eða bréf, sem ber
hugsanir þínar skýrt og einfaldlega
til viðtakanda, muntu finna afl skap
andi afreka. Safna þeirri orku. Það
er þinn eiginn þroski.
William Faulkner var beðinn að lýsa „draumakonunni“ sinni. Hann
sagði:
Ég gæti ekki lýst henni með því að lýsa augna- eða háralit. Það
er einhvern veginn þannig, að þegar henni hefur verið einu sinni
lýst á þann hátt þá verður hún að engu. Draumakonan, sem býr í
huga hvers manns, verður honum lifandi í orði eða setningu eða
lögun úlnliðar hennar eða handar. Fegurst lýsing á konu er fólgin
í því að lýsa henni mjög takmarkað, og munið, að Tolstoy sagði aldrei
neitt annað til að lýsa Önnu Kareninu en, að hún væri fögur og
gæti séð í myrkri eins og köttur. Sérhver maður hefur sínar eigin
hugmyndir um, hvað sé fallegt, og bezt er að líta á einstakt svip-
brigði eða hreyfingu, það er að segja skuggann af trjágreininni, og
og láta hugann um að skapa tréð.
Sem ráðgjafi unglinga er ég vanur að hlusta á þá fagna þeim degi,
er þeir hlutu frelsi úr greipum foreldranna. En mér geðjaðist ein-
hvern veginn ekki vel að því, þegar manneskja í erfiðleikum hrópaði
upp: „Ég skal láta yður vita, að ég hef fengið nóg. Þegar dóttir mín
verður 18 ára, þá ætla ég ekki að láta hana segja mér fyrir verkum
lengur.“