Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
þólskrar æsku gerðu slíkt hið sama.
í verzlunum og opinberum skrif-
stofum voru settar upp „gjafakrús-
ir“. íþróttakappleikir voru haldnir,
og ágóðinn af þeim látinn renna til
fjölskyldna hinna slösuðu. Margir
sendu fégjafir beint til sjúkrahúss-
ins. Um 250 þús. kr. bárust þangað
strax fyrstu helgina.
Þegar fréttir um þennan vaxandi
sjóð tóku að berast víða með hjálp
blaða og sjónvarps, byrjuðu ávís-
anir að streyma að víðs vegar að úr
landinu. í einu umslaginu var stutt
en hjartnæmt bréf ásamt krymluð-
um seðlum, sem reyndust vera sam-
tals rúml. 4000 kr. að upphæð. Þetta
var frá fanga í fangelsi í Suður-
ríkjunum.
Gjafirnar urðu brátt um 6 millj-
ón kr., og sjóðurinn varð opinber
góðgerðasjóður, skráður hjá New
Yorkfylki. Útnefnd var „Skyndi-
hjálparnefnd“, og var henni veitt
leyfi til þess að miðla fé úr sjóðn-
um til foreldra, sem framvísuðu
reikningum yfir kostnað, sem tengd
ur var slysinu, þar á meðal kostnað
vegna barnagæzlu, húshjálpar og
tímakennara. Þessar fjölskyldur
höfðu að vísu við margskonar vanda
mál að stríða, en þær þurftu þó a.
m. k. ekki að hafa áhyggjur af
lækniskostnaði og öðrum sjúkra-
kostnaði fyrst um sinn.
ÁSTÆÐURNAR
Þegar þjóðin tók að jafna sig eftir
þennan hryllilega atburð, voru born
ar fram reiðilegar spurningar.
Hvernig gat slíkt og þvílíkt gerzt?
Hvað hafði farið úr lagi? Héraðs-
búar höfðu haldið, að gulu skóla-
vagnarnir væru öruggustu flutn-
ingatækin fyrir börnin. En samt
hafði hið óhugsandi einmitt gerzt.
Hvers vegna?
Við rannsókn, yfirheyrslur og
réttarhöld, sem á eftir fylgdu, komu
í ljós hroðalegar staðreyndir og töl-
ur. Það voru til dæmis engin hlið,
engin aðvörunarljós og engin við-
vörunarhljóðmerki við mót Gil-
chrestvegar og járnbrautarinnar, ac
eins ,,stanz“-merki og „RR“-merki
(railroad: járnbraut). Ári áður
hafði undirskriftaskjal verið í gangi
þar í nágrenninu, og í því höfðu
íbúarnir beðið járnbrautarfélagið að
koma þarna fyrir a. m. k. aðvörunar
leifturljósi og aðvörunarhljóðmerki,
sem væru sjálfvirk, þ. e. að lest,
sem nálgaðist, setti þau í gang. En
ekkert gerðist. Penn Central-járn-
brautarfélagið lýsti því yfir, að að-
vörunarljós eða hlið væru ónauð-
synleg á „einfaldri járnbrautarlínu,
þar sem lestir geta aðeins nálgast
úr einni átt í einu,“
Hinn óhugnanlegi sannleikur var
sá, að síðastliðið sumar vantaði hlið
eða einhvers konar rafbúnaðarað-
vörunarmerki á mót vega og járn-
brautarlína á samtals 2400 stöðum
í New Yorkfylki. Penn Central-
járnbrautarfélagið og yfirvöld fylk-
isins eru nú að koma upp slíkum
aðvörunarútbúnaði, en aðeins á um
30 stöðum á ári, en það þýðir ein-
faldlega, að starfinu verði lokið um
árið 2052.
í New Yorkfylki urðu 906 um-
ferðarslys árið 1971, þar sem skóla-
vagnar komu við sögu. Tala látinna
varð 8 og slasaðra 402. í öllu land-
inu urðu 47.000 slík slys, en í þeim