Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 41
ANDREW DÓ EKKI TIL EINSKIS
39
„Hætta“ á rauðum grunni sett upp
við götur og stíga í hæfilegri hæð
og gömul hættumerki endurnýjuð.
Öllum ráðlagt að ganga eftir af-
mörkuðum og ákveðnum umgirtum
stígum. Og hvarvetna standa áletr-
anir:
„Hitapollar.“ „Hætta“. „Gætið
barnanna". Þjónustan eyddi 30 þús.
dölum í ný hættumerki og setti upp
1680 fet af rimlagirðingum. Stígar
voru fjarlægðir heitum uppsprett-
um og snarbeygjur teknar af við
hættulega staði.
Hechts-hjónin voru jafnheppin í
málaferlunum, og hafa ákveðið að
sektarféð skuli renna til aukinna
öryggisframkvæmda í þjóðgörðun-
um.
Síðan 1970 hafa fjárframlög rík-
isins til öryggis og siysavarna í
þjóðgörðum tvöfaldast.
Nú er öryggisvörður í hverri
deild í öllu þjóðgarðakerfinu.
Árið áður en Andrew dó voru
183 dauðaslys í þjóðgörðunum. í
fyrra voru þau 143. Og sú meðal-
tala miðað við milljón heimsóknir
sú lægsta síðan 1964.
Meiðsli og minni háttar slys, sem
þó hefur þurft að leita læknis við
voru 4700 árið 1970, en aðeins 3000
í fyrra.
„Þegar athugað er, hvað unnizt
hefur,“ segir Jim Hechts, „þá kem-
ur í ljós, að sonur okkar dó ekki
fyrir handvömm af okkar hendi.
Hann dó vegna tómlætis af hálfu
hins opinbera. Örlög hans minna á
orðin:“
„Guð lætur sorgina skapa fram-
farir."
Það var fyrsti dagur unga læknisins í praxís. Eftir langa bið heyrði
hann fótatak frammi. Hann flýtti sér að taka upp símtólið. Gegnum
hálfopnar dyrnar sá hann ungan vinnuklæddan mann koma inn í
biðstofuna. Um leið hóf læknirinn langt eintal í símann.
„Já, góðan dag, frú Jósefína. Jú, þetta er Jón læknir. Þér viljið
fá viðtal. Við skulum sjá. f dag er allt upptekið. Næstu þrjá daga
líka. Ætli ég geti ekki troðið yður að á föstudagsmorguninn klukkan
10.05. Gott — við sjáumst þá, sælar, frú Jósefína.“
Ungi maðurinn stóð nú í dyrunum og horfði á lækninn með nokkr-
um undrunarsvip. Læknirinn lagði símtólið á og leit á komumann.
„Þér fyrirgefitð, að ég læt yður bíða. Það er svo sem nóg að gera.
En þér virðist hafa komið á góðum tíma. Hvað get ég gert fyrir
yður?“
Ungi maðurinn tók ofan húfuna og leit á símann.
„O, það er nú lítilræði. Ég var sendur til að tengja símann.“
(Læknablaðið).