Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 41

Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 41
ANDREW DÓ EKKI TIL EINSKIS 39 „Hætta“ á rauðum grunni sett upp við götur og stíga í hæfilegri hæð og gömul hættumerki endurnýjuð. Öllum ráðlagt að ganga eftir af- mörkuðum og ákveðnum umgirtum stígum. Og hvarvetna standa áletr- anir: „Hitapollar.“ „Hætta“. „Gætið barnanna". Þjónustan eyddi 30 þús. dölum í ný hættumerki og setti upp 1680 fet af rimlagirðingum. Stígar voru fjarlægðir heitum uppsprett- um og snarbeygjur teknar af við hættulega staði. Hechts-hjónin voru jafnheppin í málaferlunum, og hafa ákveðið að sektarféð skuli renna til aukinna öryggisframkvæmda í þjóðgörðun- um. Síðan 1970 hafa fjárframlög rík- isins til öryggis og siysavarna í þjóðgörðum tvöfaldast. Nú er öryggisvörður í hverri deild í öllu þjóðgarðakerfinu. Árið áður en Andrew dó voru 183 dauðaslys í þjóðgörðunum. í fyrra voru þau 143. Og sú meðal- tala miðað við milljón heimsóknir sú lægsta síðan 1964. Meiðsli og minni háttar slys, sem þó hefur þurft að leita læknis við voru 4700 árið 1970, en aðeins 3000 í fyrra. „Þegar athugað er, hvað unnizt hefur,“ segir Jim Hechts, „þá kem- ur í ljós, að sonur okkar dó ekki fyrir handvömm af okkar hendi. Hann dó vegna tómlætis af hálfu hins opinbera. Örlög hans minna á orðin:“ „Guð lætur sorgina skapa fram- farir." Það var fyrsti dagur unga læknisins í praxís. Eftir langa bið heyrði hann fótatak frammi. Hann flýtti sér að taka upp símtólið. Gegnum hálfopnar dyrnar sá hann ungan vinnuklæddan mann koma inn í biðstofuna. Um leið hóf læknirinn langt eintal í símann. „Já, góðan dag, frú Jósefína. Jú, þetta er Jón læknir. Þér viljið fá viðtal. Við skulum sjá. f dag er allt upptekið. Næstu þrjá daga líka. Ætli ég geti ekki troðið yður að á föstudagsmorguninn klukkan 10.05. Gott — við sjáumst þá, sælar, frú Jósefína.“ Ungi maðurinn stóð nú í dyrunum og horfði á lækninn með nokkr- um undrunarsvip. Læknirinn lagði símtólið á og leit á komumann. „Þér fyrirgefitð, að ég læt yður bíða. Það er svo sem nóg að gera. En þér virðist hafa komið á góðum tíma. Hvað get ég gert fyrir yður?“ Ungi maðurinn tók ofan húfuna og leit á símann. „O, það er nú lítilræði. Ég var sendur til að tengja símann.“ (Læknablaðið).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.