Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 113
SLYSIÐ
111
fékk ekkert okkar að vita um. Hve-
nær sem hjúkrunarkona kom inn í
sjúkrastofu hans, stóð hann við
gluggann, og andlit hans var sem
stirnað. Hann svaraði öllum þeim
spurningum, sem hann var spurður,
en var að öðru leyti alveg þögull.“
Þ. 30. marz var Larkin skipað að
klæða sig og bíða kyrr í herbergi
sínu, þangað til hann yrði sóttur
þangað. Hann hlýddi og sat þarna
og starði á landareignina, sem hann
hafði nú virt gaumgæfilega fyrir
sér í sex daga samfleytt. Loks var
hurð opnuð, og hjúkrunarkona kom
inn og ýtti á undan sér hjólastól.
Hann settist þegjandi í hann, og
var honum svo ýtt niður í aðal-
anddyrið, þar sem var margt um
manninn.
Öruggasta aðferðin til þess að
koma honum burt, sem var jafn-
an sú, sem var minnst áberandi,
var að láta sem hann væri venju-
legur sjúklingur, sem verið væri að
útskrifa á venjulegan hátt. Vörð-
um hafði verið komið fyrir á góðum
varðstöðum meðfram leið hans um
anddyrin. En þeir gættu þess að láta
sem þeir hefðu ekki hinn minnsta
áhuga á manninum, sem ekið var í
hjólastól fram hjá þeim.
Þegar Larkin kom inn í anddyrið,
sneru ýmsir sér við og virtu hann
fyrir sér. Fyrst brá fyrir á andlitum
þeirra svipbrigðum, sem gáfu til
kynna, að þeir hefðu þekkt hann.
En svo urðu þeir brátt óvissir í
sinni sök. Mynd hans hafði að vísu
birzt í bæjarblaðinu, en myndin,
sem var nokkuð gömul, líktist að-
eins í mjög litlum mæli föla og
tekna manninum í hjólastólnum.
Larkin hafði elzt mjög í útliti, með-
an hann dvaldi á sjúkrahúsinu.
Hann var 35 ára, þegar hann kom
þangað. En hann leit út fyrir að vera
45 ára, þegar hann yfirgaf sjúkra-
húsið. Loks var hann kominn út um
framdyrnar og inn í bíl, sem beið
fyrir utan.
Föstudaginn 31. marz flaug risa-
stór þyrla frá landgönguliði flot-
ans í norðurátt frá landgönguliðs-
stöðinni í New River í Norður-Kar-
ólínufylki. Hún staldraði svolítið
við yfir íþróttavelli gagnfræðaskól-
ans í Nyack, og svo lenti hún með
miklum hávaða. Út úr henni steig
Vladimir Oksevski liðsforingi og
William Holls höfuðsmaður og flug
maður, einnig 14 hermenn, sem flog
ið höfðu þangað til þess að gefa
þeim slösuðu blóð.
Oksevski liðsforingi, flóttamaður
frá Júgóslavíu, hafði eitt sinn bú-
ið í Congers. „Þegar ég frétti um
slysið,“ sagði hann, „vissi ég, að ég
yrði að gera eitthvað til þess að
hjálpa fólkinu heima í heimabæ
mínum.“
Svo þrömmuðu landgönguliðarn-
ir þvert yfir götuna og beint inn í
sjúkrahúsið, gáfu þar blóð og heim-
sóttu hina slösuðu.
Löngunin til að hjálpa og taka
þátt í lækningunni greip um sig í
gervöllu samfélagi bæjarins. Börn
frá Monsey-Gyðingamiðstöðinni
byrjuðu að ganga í hús og safna fé
handa hinum slösuðu og fjölskyld-
um þeirra. Gagnfræðaskólanemar í
Congers og Nyack og samtök ka-