Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
Seinna sama ár grófu þau upp
parta af ennþá þroskaðri veru,
Homo erectus — uppréttingi, sem
áreiðanlega hafði fyrstur notað eld.
Hann var sömu tegundar og Java
og Peking-maðurinn, en minnst
hálfrar milljónar ára eldri. En allt-
af síðan hafa nýjar Afriku-uppgötv
anir verið býsna merkilegar.
í dag er því Afríka talin lang-
sennilegasta vagga mannkyns. Samt
hefur enn ekki náðst samkomulag
um „hver gat hvern“, því ýmsar
tegundir frummanna eru á víxl um
aldurseinkenni.
Tilkoma mannsins er ekki lengur
skoðuð sem hlekkur í keðju, sem
sumir hlekkir hafa týnzt úr, heldur
líkt og vínviðarteinungar, þar sem
sumar greinarnar hafa visnað brott
en aðrar náð örum þroska.
Helzta tilgátan eða viðurkennd-
asta kennisetningin er eitthvað á
þessa leið:
Fyrsta sporið í átt til mannkyns
er svonefndur Ramapithecus, sem
er til fyrir 14 milljónum ára.
í hans slóð kom svo Australo-
pithecus ekki mannlegur, en ef til
vill notandi frumstæðra verkfæra
fyrir 5 milljónum ára, en „iðnaðar-
maðurinn" fyrir þrem milljónum
ára.
Svo er ein milljón ára talin síðan
Homo erectus eða uppréttingurinn
kom til sögunnar með svo stóran
heila, að hægt var að tala um hugs-
andi mann. Hann var ákveðinn, hæ?
fara, en þumlungaðist þó áfram í
veröldinni.
Næstur er svo Neanderthal-mað-
urinn, sem talinn er skynsemi gædd
vera — Homo sapiens, uppi fyrir
200 þús. árum og settist að í Evr-
ópu fyrir 100 þús. árum.
Eina veran, og stærsta stjarnan í
röðinni, sem eftir er að nefna, er
Homo sapiens sapiens, sú tegundin,
sem lifði hina alla og drottnar nú í
veröldinni.
Ef landamæraheliirinn og allt,
sem þar hefur fundizt nær fram til
frekari rannsókna og framhaldandi
uppgötvana, verður litið á fyrri teg
undir sem forfeður okkar.
Það er hugsanlegt að rekja slóð
mannkynsins til baka um 2.8 millj-
ónir ára samkvæmt beinafundi
Richards Leakey í Kenya.
„Þótt heilabú Kenya-mannver-
unnar sé lítið, þá ber það samt öll
einkenni nútímamanns,“ segir Lea-
key „Og beinin eru algjörlega ó-
þekkjanleg frá mannabeinum nú á
dögum.“
Við virðumst því beint af honum
komin, hvar sem öðrum verður
skipað í þróunarkeðjuna.
Það geta orðið nokkur ár þangað
til fornleifafræðingar átta sig fylli-
lega á gildi þessara síðustu uppgötv
ana. En eitt er þó talið öruggt, mað
urinn eins og hann er nú hefur lif-
að miklu lengur á jörðinni en nokk-
urn hefur grunað hingað til.
Og langsennilegast er, að í hinni
myrku Afríku hafi kraftaverkið
gerzt, sem kallað er fæðing sið-
menningar.