Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
urðu eytt mestum tíma þínum við
að dytta að heimilinu. Þú hefur
stöðugt verið að hugsa um að taka
þér vetrarferð á hendur, eitthvað
suður eða fara á frönskunámskeið,
en einhvernveginn aldrei látið
verða af því.
Ef einhver af þessum myndum
sem hér hafa verið dregnar upp
hæfa þér, þá láttu það ekki koma
þér á óvart.
Sálfræðingar og félagsfræðingar
hafa nýlega komizt að furðulegum
niðurstöðum í lífi Bandaríkja-
manna. Það er einfaldlega þetta:
Flestir Bandaríkjamenn eiga alltaf
í vandræðum með að njóta tóm-
stunda sinna. Með frjálsa klukku-
stund, frjálsan dag eða jafnvel
heilt ár til ráðstöfunar, þjóta þeir
í kring í leit að „vinnu“ — ein-
hverri vinnu. alveg sama hversu
leiðinlegri, aðeins til að eyða tím-
anum. Og ástandið versnar eftir
því sem tómstundunum fjölgar. Op-
inberir aðilar spá því nú þegar að
Bandaríkjamenn muni, á áratugn-
um 1980—1990, aðeins vinna fjóra
daga vikunnar, fá fimm vikna
sumarleyfi og komast á eftirlaun
60 ára að aldri. Þó þetta hljómi
himneskt munu þessar auknu tóm-
stundir þýða tómur hellir, fyrir
margt fólk, fullur af leiðinlegum
tilgangslausum klukkustundum.
Hvers vegna? Hvað er að okkur?
Afgerandi þáttur í þessu er það
s»m sálfræðingar kalla „sjálfs-
ímyndun“ okkar, myndin sem við
sköpum af sjálfum okkur og mat
okkar á því hve vél við föllum í
þessa mynd af hinum fyrirmynd-
ar fullyaxta manni, í menningu
okkar sjáum við þennan fyrir-
myndarborgara sem manninn er
vinnur ekki aðeins hörðum hönd-
um allan daginn, heldur vinnur
með skátunum og jafnvel fyrir
knattspyrnufélagið sitt á kvöldin,
og tekst einhvernveginn þrátt fyr-
ir það að halda garðinum falleg-
um og vel slegnum, eða konuna
sem á vel uppöldu börnin, heldur
húsinu alltaf tandurhreinu og er
fullkomin eins og auglýsingarmynd
í útliti.
„Menning okkar leggur mikla
áherzlu á framleiðsluafl11, segir dr.
Alexander Reid Martin, fyrrver-
andi formaður amerísku sálfræði-
nefndarinnar sem fjallaði um tóm-
stundir. „Okkur finnst við stöðugt
þurfa að vera að gera eitthvalð
skapandi við tíma okkar. Þegar við
sjáum barn sveifla sér á garðhlið-
inu, segjum við gjarnan „farðu og
finndu þér eitthvað að gera“. Okk-
ur yfirsést að það er í rauninni að
„gera eitthvað" — það er að sveifla
sér á garðhliðinu. Óhjákvæmileg
afleiðing af því er, þegar við vöx-
um úr grasi, að í stað þess að
sveifla okkur á garðhliði, þegar
okkur langar til þess, finnum við
okkur eitthvað að gera“. Þrátt fyr-
ir það, segir Henry P. Ward, sál-
fræðingur í Washington „að inní
okkur öllum sé barn sem er að
reyna að komast út.“ Þetta barn
kærir sig ekkert um að vera
ábyrgðarfullt og það hatar tilbreyt-
ingarleysi heimilisstarfsins og
skylduvinnunnar. En ef við hleyp-
um þessu gáskafulla barni út of
oft, skrikar „sjálfsímyndun“ okk-
ar. Einn af sjúklingum Wards er