Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 21
FORNA NÝTÍZKUBORGIN, MEXÍKÓ
19
Torg þriggja menninga. Hér blandast siftmenning Asteka, spænskra ný-
lenduherra og nútímamanna.
öllum löndum heims. Vagnþakin
stræti moruðu af bifreiðum og
göngulýð, sem bylgjaðist frá geil
til geilar, tröð til traðar.
Baksviðið; nýtízku byggingar,
djarflega hannaðar og þær meistara
legustu, sem augu nema í spænsku-
mælandi löndum. Sumir telja of
marga eiga hlutdeild í ofurást Juans
skóburstara á þessari borg — mið-
depli auðs í auðugu landi.
Hingað hópast ógrynni fólks ár-
lega, allt að fjórðungi milljónar ár
hvert.
Árið 1960 var Mexíkó 6 milljóna
borg. en nær 9 eru milljónir íbú-
anna orðnar í dag, svo hér er við
New York eina að keppa á Vestur-
löndum.
Hingað er starfa leitað í stjórnar-
ráðum, óteljandi skrifstofum og enn
fleiri verzlunum og 40 þús. verk-
smiðjum, sem framleiða allt milli
himins og jarðar, allt frá skóm til
frábærs húsbúnaðar, glæsilega muni
úr kopar og hæfilega samsettar raf
magnsvélar. En margir fá enga at-
vinnu, meira en tvær milljónir eru
atvinnuleysingjar í þessari borg.
Oft setjast innflytjendur að í ör-
eigahverfunum, sem nefnast ciu-
dades perdidas — gerði hinna glöt-
uðu — borgleysingjahverfi.
Stundum setjast þessir öreigar að
á óbyggðum svæðum og hrófla upp
hreysum, nánast til einnar nætur.
„Við köllum þá fallhlífahópana,
vegna þess hve skyndilega þeir birt
ast,“ sagði einn af borgarstjórnar-
mönnum. ,,En við getum ekki stjak-
að þeim burtu. Hvert ættu þeir að
fara?“
ÆRSL OG FRIÐUR
Mexíkó er borg fótgangenda og
skemmtigöngu. Við hvert horn bíða