Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
og þáðu því kaffi, sem nágrannarnir
færðu þeim. Læknirinn horfði á
Joan og sagði svo: „Hvernig er við-
horf þitt til bílstjóra skólavagnsins?
Ég sá, að þú hörfaðir frá honum,
þegar farið var með hann burt.“
,,Ég gat ekki fengið mig til þess
að hjálpa honum,“ játaði Joan. ,,Ég
skammast mín fyrir það, en það er
staðreynd."
„Reyndu að skoða þetta í öðru
ljósi,“ sagði Zugibe við hana. „Hon-
um hafa orðið á hryllileg mistök,
en hann mun sjálfur refsa sér í
ríkara mæli en þú munt nokkru
sinni geta. Hann mun endurlifa
þennan vítisdag alla sína ævi. Og
sama er að segja um konu hans og
börn.“ Og fólk átti eftir að endur-
taka þessi orð dr. Zugibe næstu
daga.
STÚLKURNAR TVÆR, A OG B
íbúar Nyacks og nágrannabæj-
anna Congers og Valley Cottage
fundu sárt til þessa hryllilega at-
burðar. En þeir brugðust samt fljótt
við, báru saman ráð sín og tóku
höndum saman um að milda hræði-
legar afleiðingar slyss þessa eftir
beztu getu.
Klukkan 8.02 kom Neyðaráætlun-
in til framkvæmda í Nyacksjúkra-
húsinu. Það var í fyrsta skipti, sem
gripið hafði verið til hennar vegna
svo stórfellds slyss. Allir deildar-
stjórar voru boðaðir til fundar, allt
frá yfirmanni meinadeildarinnar til
yfirmanna viðhalds- og viðgerða-
þjónustunnar og matvæla- og birgða
þjónustunnar. Allar hjúkrunarkon-
ur, sem voru ekki að störfum þenn-
an morgun, voru einnig kallaðar til
starfa, og var lögð alveg sérstök á-
herzla á að fá starfsfólk, sem vant
var störfum við slysahjálp og gjör-
gæzlu í sjúkrahúsinu.
f litlu bæjarsjúkrahúsi sem Ny-
acksjúkrahúsinu verða menn að
treysta mjög á aðstoð ólaunaðra
sjálfboðaliða. Forstöðukona þeirrar
deildar var brátt tekin til þess að
hringja í slíka sjúkrasjálfboðaliða,
bæði fullorðnar konur og unglings-
stúlkur, til aðstoðar því 35 manna
starfsliði, sem var venjulega að
störfum í sjúkrahúsinu daglega.
Starfsfólkið stóð alveg sérstaklega
vel að vígi að einu leyti til að mæta
þessu erfiða viðfagsefni. Það var
sem sé nýlokið við byggingu nýrrar
sex hæða álmu í sjúkrahúsinu. Með
tilkomu hennar bættust við 140 ný
rúm og einnig skurðstofur, svo að
þær voru nú orðnar níu talsins. Ein
þeirra var nú í notkun, en hætt var
við alla aðra uppskurði, sem fram-
kvæma átti í hinum skurðstofunum,
og þær teknar til notkunar fyrir
hina slösuðu.
Dr. Hedbert Sperling yfirskurð-
læknir fékk fyrstu fréttirnar af slys
inu í útvarpinu í bílnum
sínum. Hann ók strax til sjúkrahúss
ins og gaf fyrirskipun um, að allir
sérgreinalæknar sjúkrahússins yrðu
kallaðir til starfa, þ. e. hjartasér-
fræðingar, meltingarfærasérfræð-
ingar, blóðsjúkdómafræðingar,
taugaskurðlæknar, beinasérfræðing
ar, svæfingarlæknar og sérfræðing-
ar í plastskurðaðgerðum. Hann lét
fresta öllum öðrum uppskurðum.
Og yfirmaður röntgendeildarinnar
skipaði svo fyrir, að fresta skyldi
allri annarri vinnu í röntgenmynda-