Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 121
119
Þúsund ára gamalt tæki nú í notkun í flugvélum SAS. —
Sólarsteinninn varpar nýju Ijósi
á langferðir vikinganna
Siglingatækni
víkinga
Úr SJÓMANNABLAÐINU VÍKINGI
*****
* *
* c *
* o *
* *
*****
ú skoðun hefur verið
almenn, enda jafnvel
kennd, að hinir nor-
ið villimenn, að ekki sé
rænu víkingar hafi ver-
sagt villidýr. Kristnir
menn á vesturlöndum Evrópu bættu
klausu í hinn daglega bænaskammt:
,,A furore Normannorum libera nos,
Domine.“ (Frelsa oss, Herra, frá
grimmdaræði Normanna).
Það var ekki nýtt fyrirbæri í sög-
unni, að þjóðflokkar kæmu skyndi-
lega inn á sviðið, færu víða með
báli og brandi og hyrfu jafnvel án
þess að skilja eftir sig teljandi spor.
Nokkuð öðru gegndi með hina nor-
rænu víkinga. Bæði var að skyndi-
leg herhlaup í Evrópu voru að veru-
legu leyti úr sögunni þegar vík-
ingar tóku til óspilltra mála, og í
annan stað skildu þeir eftir merki,
sem hafa haft áhrif allt fram á
þennan dag.
Þegar talað er um víkingaöld er
lauslega átt við tímabilið frá því
um 800 e. Kr. til um 1100, en svo
skyndilega hófust víkingaferðir, að
fyrsta ránsferðin hefur verið ár-
sett (793). Nú var það svo, að það
voru jafnt kristnir sem heiðnir
menn, sem urðu fyrir barðinu á
víkingum, en þeir sem skráðu frá-
sagnir voru flestir kristnir. Þessir
sömu krónikuhöfundar voru mjög
svo hrifnir af múgdrápum kristins
höfðingja, sem uppi var um 800, en
hann lét sig ekki muna um að