Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
vinna sigur á fjölum leikhúsanna?
Það er kannski ekki mögulegt, en
því ekki að stofna áhugamannafé-
lag um leiklist? Hlustaðu á dag-
drauma þína, þeir geta sagt þér
hvað þig raunverulega langar til
að gera.
Heiffraðu barniff inni í þér: Er
nokkur ástæða til þess að afi geti
ekki leikið knattspyrnu með strák-
unum í nágrenninu? Er nokkur
ástæða til þess að virðulegur for-
stjóri megi ekki velta sér í gras-
inu eða að húsfreyjan ólmist með
kettinum á stofuteppinu? Auðvit-
að ekki. Máðu út þessa stirðnuðu
mynd af ábyrgðarfullu, sívinnandi
og óhaggandi fullorðnu fólki.
Hleyptu barninu inni í þér út í tóm
stundum þínum.
Krefstu yfirráffa yfir sjálfum þér:
Ein mikilvæg ástæða þess að við
sólundum svo miklu af tómstund-
um okkar er að við hneigjumst til
að segja já við aðra. Einhver biður
þig um að gefa eftir laugardaginn
þinn, til að aka börnunum upp í
Heiðmörk og þú segir já, til þess
að vera þægilegur, jafnvel þó þig
langi ekkert til þess. „Við verðum
■''anabundin undirgefninni", segir
Martin, „og síðan snúum við henni
unp í dyggð með því að kalla hana
skapgæzku. En hún er engin dyggð,
heldur ótti við að vera ákveðinn,
ótti um árekstur. Persóna vex á
árekstrum. Því meiri persóna sem
þú ert, þeim mun meira vex sjálfs-
virðing þín. Og því meiri sjálfs-
virðingu sem þú hefur til að bera,
þeim mun frekar hlustarðu á þinn
innri mann.“
Vertu ötull: Eftir því sem dr.
Robert G. Health, stjórnandi sál-
fræði- og taugadeildar læknahá-
skólans í Tulane segir, sendir and-
leg starfsemi mikið flóð taugaboða
til hinnar svokölluðu „gleðimið-
stöðvar“ heilans. Þegar hún er vak-
in hristir hún þig bókstaflega út
úr deyfðinni sem leiðindunum
fylgja. „Hreyfðu þig hvern dag“,
segir Heath. Það ætti að gleðja
þig. Fyrir flesta er það enn ánægju
ríkara að fá aðra til að taka þátt
í því. Glíma við barn, knattspyrna
með fjölskyldunni, tennis eða hlaup
með vinum getur allt verið ákaf-
lega gagnlegt við að endurlífga
tómstundir þínar. Að lokum verð-
ur þó frumkvæðið að koma frá
hverjum einstökum. Aðalatriðið er
að byrja sjálfur, einhvers staðar,
með dagdraumum, með líkamsæf-
ingum, með því að spyrja sjálfan
þig úrslitaspurningarinnar: Hvað
langar mig raunverulega til að gera?
Lifsbrautin er þín og aðeins þú
getur fundið leiðina til hamingj-
unnar.
Brezkt tímarit sendi hinum alræmda milljarðamæringi J. Paul
Getty 200 punda ávísun og bað hann um „smáklausu, ekki mjög
langa“, þar sem hann greindi frá því, hvers vegna honum hefði
vegnað svona vel.
Getty varð við þessu og sendi eftirfarandi klausu:
„Sumir finna olíu. Aðrir gera það ekki.“