Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 17
15
MÁ ÉG FÁ BÍLINN, MAMMA?
„Leyfi kennarans er háð aldurs-
takmarki," útskýrði hann af ó-
venjulegri þolinmæði. Jæja, hvern-
ig átti ég að vita það? Satt að segja
þá hafði hann sagt mér, að hann
fengi ökukennslu og alls konar upp-
eldisiðkanir þar að lútandi í skól-
anum.
Hann minntist oft á hitt og þetta,
sagði sjóinh brjóta upp vestur-
ströndina minnsta kosti tvö fet ár-
lega, svo eitthvað sé nefnt. En ég
gaf sjaldnast mikinn gaum að þess-
um útskýringum.
Auk þess væri hann nú orðinn
nógu gamall til að aka, þá ætti
hann að athuga betur æfingabókina
í skápnum úti í bílskúrnum. Það
gæti nægt í bili.
Þessháttar nöldri af mínum vör-
um var ekki anzað.
Jafnvel á ökunámskeiðum fær
sonur minn aðeins eina stund á viku
við stýrið. Annars verður hann að
æfa sig sjálfur, eftir að ökukennslan
hefst. Og auðvitað verður annað
hvort foreldranna að hafa eftirlit.
Og auðvitað er ég þetta annað for-
eldranna.
Svo vonum bráðar er ég setzt í far
þegasætið með takmarkað útsýni og
takmarkaða rósemi, sem auðveld-
lega hverfist í ofsalega skelfingu.
Sonur minn hefur oft útskýrt fyr-
ir mér, hve miklu skarpari sjón
hann hafi heldur en ég og miklu
meiri viðbragðsflýti, hans þjálfun
svo fullkomin, að ég finni mig
miklu fremur sem ófullkominn að-
stoðarmann í stað leiðbeinanda, og
get sennilega í fæstu orðið honum
að liði.
Og svo þegar við mætum bifreið
á mjórri götu þar sem einhverjir
nærgætnir náungar hafa lagt bílum
sínum beggja vegna götunnar og
augu hans hvima til allra átta en
fóturinn skelfur á hemlinum og
hann stamar:
Hv-hv-hva-hvað á ég að gera? Þá
verð ég stundum dálítið ánægð með
mig. „Þú ert ökumaðurinn, þitt er
að ákveða,“ heyri ég rödd mína
segja.
Hann bítur á vör, nemur staðar
og lætur hinn bílinn fara framhjá.
Þá finn ég, hvernig ég hef haldið
niðri í mér andanum, en ekki þó
svo lengi að hafi liðið yfir mig.
Það er mjög þýðingarmikið, að
gagnrýna ökunemann ekki um of,
meðan hann er í starfi. Ef honum
mistekst, þá bíddu þangað til hann
stanzar. Reyndu að vera rólegur,
þótt hjarta og háls herpist saman og
ímyndaðu þér, að bráðum komi
stöðvunarmerki við veginn. Hann
ætti ekki að þurfa að standa á heml
inum 10 metra vegalengd.
Yfirleitt lýkur nemandinn nám-
skeiðinu, tekur próf og fær ökuleyfi.
En þú skalt ekki halda, að þá sé
hann ánægður. Aldeilis ekki. Nú
þarf hann að fá bíl til að aka.
En samt gerðum við okkur nokkr
ar reglur. Hann gat ekið síðdegis á
sunnudögum, milli klukkan þrjú og
fjögur, ef skyggni var yfir tvær
mílur. Hann fór ekki yfir 30 mílna
hraða, tók ekki vinstri beygjur og
hafði stórt heiðursmerki á brjóst-
inu.
En innst í vitund minni vaknaði
smám saman ný hugmynd.
Hvers vegna í ósköpunum hélt
ég áfram að þramma út úr húsinu