Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
Þeir voru brátt stöðvaðir rétt hjá
lestinni. Maggie Kuehna, sjálfboða-
liði í Sjúkrabílaliði Nyacks, klöngr-
aðist yfir tengingarútbúnaðinn á
milli tveggja vöruflutningavagn-
anna, eins og lögregluþj óninn hafði
gert, og stökk síðan niður. Hún var
með fangið fullt af hjúkrunargögn-
um. Hún kom illa niður, og andlit
hennar afmyndaðist af kvölum. Hún
reis samt strax upp og hljóp að
næsta barni. Hún uppgötvaði síðar,
að einn hálsliður hafði gengið úr
lagi við stökkið. Hún var sárþjáð,
en samt hélt hún áfram að stumra
yfir börnunum.
Joan fór frá einu barninu til ann
ars, batt um sár og bjó til spelkur.
Það var eins og hendur hennar ynnu
vélrænt. Hún var kunnug tveim af
börnunum, sem verið höfðu í skóla-
vagninum. En hafi hún komið auga
á þau þarna, þá þekkti hún þau að
minnsta kosti ekki. Það var eins og
skilningarvit hennar neituðu að með
taka hryllinginn umhverfis hana.
Það var eins og þau neituðu að
starfa eðlilega. Nálægt henni gat að
líta lemstraðan líkama. Það var
Stephen Ward, drengurinn, sem hún
hafði límt skotsárin á á slysaæfing-
unni kvöldið áður, drengurinn, sem
hún hafði þá úrskurðað dauðan í
gamni. Hann var enn lifandi en slag
æðin sló mjög veiklulega.
„ÞESSI VÍTISDAGUR!“
Þegar dr. Saul Freedman, for-
stöðumaður Neyðarlæknisþjónustu
Nyacksjúkrahússins, lagði bílnum
sínum á bílastæðinu við sjúkrahús-
ið, kom hjúkrunarkona hlaupandi
til hans og skýrði honum frá slys-
inu. „Náðu í þær Judy og Lillian,
og komið svo með mér,“ skipaði dr.
Freedman.
Svo lagði hann af stað í bíl sín-
um í áttina til Gilchrestvegar á-
samt þrem hjúkrunarkonum og með
birgðir af hjúkrunargögnum. Hann
kom þangað klukkan 8.15. Hann
hafði verið höfuðsmaður í hjúkrun
ardeild flotans í síðari heimsstyrj-
öldinni, en samt höfðu þær þúsund-
ir látinna og særðra, sem hann hafði
þá augum litið, ekki haft eins djúp
áhrif á hann og þessi lemstruðu
börn.
,,Ég hef orðið vitni að hugrekki
í orrustum,“ sagði hann síðar, „en
samt ekki meira hugrekki en ég
varð vitni að á þessum slysstað. Þar
heyrðust engar kvartanir né grátur
eða stunur. Börn með brotin lífbein,
útlimi, sem voru næstum tættir af,
hræðilega útleikin andlit, upprifin
kviðarhol, heilahristing og brotinn
hrygg, biðu öll af stakri þolinmæði,
þangað til við gátum náð til þeirra."
Ein stúlknanna í vagninum, Mary
Jane Li Puma að nafni, hafði setið
í sjöttu sætaröð, þ. e. einmitt þar
sem eimreiðin skall á vagninum.
„Annar fótur hennar hafði næstum
slitnað af fyrir neðan hnéð,“ segir
dr. Freedman, „og hún var þar að
auki víða alþakin blóði vegna sára.
En þegar ég lagðist á hnén við hlið
henni, stundi hún samt upp:“ „Það
er allt í lagi með mig. Viltu heldur
hjálpa henni vinkonu minni.“
Dr. Frederick Zugibe, réttariækn-
ir og líkskoðunarfræðingur í Rock-
landshreppi, kom einnig á vettvang.
Hann hefur séð fjölda lemstraðra
líkama á starfsferli sínum, en samt