Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 85
83
Mótmælendur og kaþólikkar, írar og Bretar
há nú allir beiska og sorglega baráttu.
Hér er litið innanfrá
á orsakir sársaukans og möguleikum á bata
Blóðug þráskák
á Norður- írlandi
Eftir DAVID REED
ag og nótt nötrar borg-
— ^ in af öflugum spreng-
ingum. Skothvellir
ííc leyniskyttanna hljóma
"'jj iðulega milli stirnaðra
*
*
*
D
húsaraðanna. Brynvarð
ar bifreiðar þéttskipaðar hermönn-
um með sjálfvirk vopn aka skrölt-
andi eftir strætum glitrandi gler-
brota.
Borgin er ekki í Indó-Kína. Þetta
er Belfast, höfuðborg hins breska
héraðs á írlandi, einnig kallað
Ulster. Borgar-skæruhernaður er
háður hér, fylltur tilgangslausum
dauða. Þrír ungir skoskir hermenn,
þar af tveir bræður á táningaaldri,
eru ginntir af krá sem þeir höfðu
verið að dreypa á bjór, óvopnaðir
í borgaralegum fötum. Lík þeirra
finnast nokkru seinna, tveir höfðu
verið skotnir í höfuðið, sá þriðji í
brjóstið. Leyniskytta skýtur að
breskum varðflokki, hittir 17 mán-
aða gamalt barn sem deyr í örmum
7 ára gamallar systur sinnar. Prest-
ur er skotinn til bana, er hann lend-
ir í kúlnahríð milli deiluaðila, þegar
hann er að gefa deyjandi manni
hinsta sakramentið.
Frá því í ágúst 1969 og þar til
þetta er skrifað, hafa meir en 150,
þar af 43 her- og lögreglumenn, beð
ið bana. Eignatjón nemur um 100
milljónum dollara. í tilraun til að
halda uppi reglu hefur 10.000 bresk
um hermönnum verið bætt við þá
4000 sem þegar voru fyrir í Belfast