Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 47
ALLT FYRIR JIMMY
45
Jim fullkomlega eðlilegur. Heilsu-
far hans var prýðilegt, hann var for
ingi meðal barna, þegar þau léku
sér og var almennt séð skýr og ein-
kennandi lítill drengur.
Hann fór í fimm skóla alls, áður
en lítill, fölur vonargeisli kviknaði.
„I fimmta skólanum var hann settur
í greindarpróf,“ hélt Jo áfram. „Það
kom í ljós, að hann hafði óvenju-
lega háa greindarvísitölu. Ég næst-
um hljóp til þeirra aftur til að biðja
þá að endurtaka prófið, vera vissir
um að niðurstaðan væri rétt. Hún
var alveg rétt. Þá var auðvitað sagt
við mig, að hann hlyti að vera lat-
ur. En ég vissi, að það var ekki það.
Ég hafði séð, hvernig hann barðist
við og einbeitti sér stundum sam-
an.“
Árum saman bjuggu þau við þenn
an vanda og fundu enga lausn. Þeg-
ar Jim var 14 ára, stakk einhver upp
á, að Jo færi með hann til barna-
sálfræðings, Mildred Nevill að nafni.
I stofu, sem bar þess hvorki
merki að vera í skóla eða hæli,
skrafaði Mildred við Jim, kom síðan
með lausblaðabók með svörtum og
hvítum teikningum. Hún valdi eina,
sem sýndi mann á gangi í rigningu
með regnhlíf og rétti Jim hvítt, fer-
hyrnt spjald með litlu gati í miðju.
„Jæja,“ sagði hún, „haltu nú
spjaldinu fyrir framan þig þannig
að þú getir séð höfuð mannsins í
gegnum það og færðu svo spjaldið
nær þér þannig að þú sjáir höfuð-
ið á honum allan tímann."
Jim færði spjaldið að sér þar til
gatið var fyrir framan vinstra aug-
að. „Þarna er það,“ sagði Mildred,
„vinstra augað er aðalauga þitt, Jim.
Efst er strákhnokki, sem á við sama
vanda að stríðá og Jimmy. Hann
sveiflar fram vinstri handlegg' og
vinstri fæti samtímis. — Á neðri
myndinni er verið að kenna barni
réttar augnhreyfingar. Frú Hewlett
við kennslu.
Þú ert örv-eygður.“ Til að stöðva
hræðslusvipinn, sem breiddist út á
anlitinu bætti hún við fljótt: „Það
er ekkert til að hafa áhyggjur af,
ég er örv-eygð sjálf.“
Hún hélt svo áfram að skýra fyr-
ir Jo, að með þessu einfalda prófi,
hefði hún komizt að því, að Jim
væri rétt-hentur, en örv-eygður og
þetta ástand kallaði hún hliðarvíxl-
un. Hún útskýrði, að þetta ástand,