Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
sem reyndar voru við Lop Nor, var
varpað úr TU-16 meðaldrægum
sprengiflugvélum, sem nú eru fram
leiddar í tveim til þrem eintökum
á mánuði í risastórum verksmiðj-
um sem upphaflega voru vélvæddar
af Rússum, í Sian í Shensi-héraðinu.
(Úr verksmiðjum, sem einnig voru
reistar með aðstoð Rússa, og dreift
um landið með tilliti til hernaðar,
framleiða Kínverjar nú hljóðfráar
þotur sniðnar eftir MIG-19 og MIG-
21, svo og þyrlur og þjálfunarvélar.
Kínversk orrustusprengiflugvél, í
stórum dráttum eins og MIG-19, en
stærri og hraðfleygari, er einnig í
framleiðslu. Til viðbótar afhentu
Rússar Kínverjum frummynd af
eldflauga-kafbát. Skipsskrokkur,
sem talið er að sé að kjarnorku-á-
rásarkafbát, var nýlega uppgötvaður
á Liaotungskaganum, sem áður hét
Manchuría).
Flugflotinn, einn saman, mundi
þó ekki vera veruleg ógnun við
Sovétríkin. Til þess að ná veruleg-
um kjarnorkuyfirburðum í Asíu,
verða Kínverjar að ná valdi á eld-
flaugasmíði, minnsta kosti meðal-
drægum-eldflaugum (500—1500
mílur). Á því sviði höfðu Kínverj-
ar greinilega ekki náð eins langt
og á kjarnorkusviðinu.
ELDFLAUGAR í
UNDIRBÚNINGI
Árið 1970 kom þó fjörkippur á
því sviði. Á minna en 11 mánuðum
skutu kínverskir eldflaugasérfræð-
ingar meðaldrægri-eldflaug um 2000
mílur inn í Sinkiangeyðimörkina,
og jafnframt tveim gervitunglum
á braut umhverfis jörðu. Fyrsta
gervitungl Kínverja var 381 pund
að þyngd, og hið síðara 486 pund. í
samanburði við hina 300.000 punda
hleðslu sem Saturn V eldflaugar
Bandaríkjamanna koma á braut
umhverfis jörðu, er þessi hleðsla
smávægileg. En hafa verður í huga
námfýsi Kínverja. Gervitungl
þeirra var 12 sinnum þyngra en
fyrsta gervitungl Bandaríkjanna
12VÍ> ári fyrr.
Áætlun bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins gerir ráð fyrir að Kín
verjar geti náð verulegum árásar-
styrkleika, með 10-25 langdrægum
eldflaugum, um miðjan sjötugasta
áratuginn eða jafnvel um 1973, ef
framleiðslan verður rekin til hins
ítrasta.
Meðal-drægar eldflaugar eru nú
þegar á fjöldaframleiðslustigi, en
þær gætu dregið til Japan, Form-
ósu, Filipseyja og Okinawa svo og
til Ytri-Mongólíu og sjávarhéraða
Sovétríkjanna í Síberíu. Langdrægu
eldflaugarnar, sem nálgast óðum
fjöldaframleiðslustig, munu ná til
því sem næst, allra megin iðnaðar-
svæða Sovétríkjanna, þar á meðal
Moskvu og alla Suðaustur-Asíu.
Hernaðaráætlun Kínverja á þessu
stigi er stefnt, að því er virðist, að
því að vega upp á móti 40—50 her-
deildum Rússa sem dreift er á norð
ur-landamærum þeirra og hugsan-
legri árás þeirra á kjarnorkuver
Kínverja. Það var ljóst fyrir tveim
árum að ógnun kínverskra kjarn-
orku-eldflauga er byrjuð að valcla
Rússum áhyggjum. Á þeim tíma
uppgötvaði bandaríska leyniþjón-
ustan að varnar-eldflaugakerfi
Moskvuborgar var snögglega endur