Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 30
28
reyndi á þeim öll þau efni er ég
hafði yfir að ráða. Bisulphide-kol-
efni drap þær. Ég fór þegar í stað
með eina árnu af efninu og úðaði
því yfir kartöflugrasið. Hver ein-
asta bjalla steindrapst. Næsta morg
un kom bóndinn, í miklu uppnámi,
og sagði að kartöflugrasið væri
einnig dautt. Ég varð að punga út
með 25000 kr. vegna ónógra til-
rauna.
Thomas Edison.
Edison vann ákaft við að finna
upp glóðarperuna, frá haustinu
1878 til sigursins nóttina 21.—22.
októbers 1879. Á þessu tímabili,
þegar hann vann að uppfindingu
glóðarperunnar, var hann oft und-
ir mikilli spennu og þreyttur. Þá
átti hann það til að setjast við org-
elið og leika nokkra einfalda tóna
og snúa sér síðan að starfsliðinu
og skiptast á gamansögum við það.
Francis R. Upton,
aðalaðstoðarmaður Edisons við
rannsóknarstofuna í Melo Park.
Skilgreining Edisons á snillingi:
Eitt prósent innblástur, 99 pró-
sent sviti.
Edison fór vestur til a ðathuga
algjöran sólmyrkva, 29. júlí 1878.
Fyrir meðalgöngu Jay Gould sem
þá stjórnaði Union Pacific járn-
brautarfélaginu, var Edison leyft að
ferðast á framskör eimreiðanna.
Eimreiðastjórarnir útbjuggu fyrir
mig litla sessu og á þann hátt ferð-
aðist ég alla daga frá Omaha til
Sacramento-dalsins (1700 mílur)
nema gegnum snjóbreiðurnar í hlíð
um Sierra-fjallanna, án reyks eða
ÚRVAL
nokkurs annars sem skyggði á út-
sýnið.
Edison,
endursagt af
William H. Medowcroft.
Fyrsta kona Edisons, Mary Still-
well, lézt árið 1884. Árið 1886 gekk
hann að eiga Mina Miller, eftir-
tektarverða dökkhærða stúlku,
helmingi yngri en hann.
í tilhugalífi mínu var heyrnar-
leysið til hjálpar. Ég kenndi minni
útvöldu morse-kerfið og þegar hún
gat bæði sent og móttekið, náðum
við mikið betur saman heldur en
við hefðum getað með töluðum orð
um, með því að morsa orð okkar í
iófa hvors annars. Ég spurði hana
með morse-merkjum hvort hún
vildi giftast mér. Orðið „já“ er ein-
falt að senda með morse-merkjum
og það gerði hún. Á löngu ferða-
lagi í White-fjöllunum, gátum við
notað ástarorð án nokkurrar feimni
þó að þrjár aðrar manneskjur væru
í vagninum. Við notum enn loft-
skeytamerki öðru hvoru. Þegar við
förum á leiksýningar, hefur hún
hönd sína á hné mínu og sendir
orðin sem leikararnir nota.
Minningar Edisons.
útgefnar af Dagobert D. Runes.
Edison eignaðist sex börn, sá
næstyngsti var Charles sem seinna
varð fylkisstjóri í New Jersey.
Faðir minn krafðist þess alltaf að
við gengjum berfætt á sumrin. Einn
ig og sérstaklega 4. júlí (þjóðhá-
tíðardagur Bandaríkjanna) krafð-
ist hann þess að við færum snemma
á fætur. Hann naut þess að koma