Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
Á svona skipum sigldu víkingarnir tii Englands og Grænlands og fleiri
staða. Þessi mynd er frá árinu 1000, ofin í teppi.
um ekki eða látum sem þau hafi
ekki verið til. Eitt af því, sem nefnt
er, er „sólarsteinninn', og í orða-
bók frá 1863 er það orð skýrt svo,
að með þeim steini megi finna hvar
sólin er á himni þegar annars sást
ekki til sólar!
Hvers konar steinn getur þetta
verið? Einn af þessum furðustein-
um, sem víða er um getið í sögun-
um? Nei, sólarsteinninn er raun-
verulegur. Sennilegast er að hér sé
um að ræða steintegund sem nefn-
ist „cordierit“, fallegur, dimmblár
steinn, sem lítið eitt er að finna á
fáeinum stöðum í Noregi og Græn-
landi. Þessi steintegund er þekkt
fyrir litbrigði, „dikronisma" eða tví
lit, því að hann skiptir um lit frá
gulu yfir í blátt eftir því hvernig
steininum er snúið við birtu. Það
sem gerist, er að ljósbrot verður í
steininum og myndar ákveðin horn
við sólina, sem á ekki að vera sýni-
leg.
Hér verður að skjóta inn ófull-
kominni skýringu. Það sem við er
átt er svonefnt „polariserað" ljós
(skauthverft), en það kemur fram
þegar sólargeislar koma inn í gufu-
hvolf jarðar. Ljósið, sem er sveiflu-
hreyfing, brotnar þá í ákveðnu
horni við stefnu þess frá sólu, en
þetta veldur því, að unnt er að á-
kveða stöðu sólar þótt ekki sjáist
til hennar. Þegar horft er um sólar-
stein (krystal) og honum snúið um
lóðréttan öxul, þá breytir hann um
lit, og af litnum má ráða um stöðu
sólar. Tæknilega svarar þetta til
þess, sem nú er notað á flugvélum
er farið er yfir heimskautið þar sem
venjulegur áttaviti kemur lítt eða
ekkert að notum. Þetta er flókið