Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
stefnu. Hvernig lengd hefur verið
fundin er ekki vitað. Sennilega hef-
ur verið slumpað á það, svo sem
lengi var gert, farið eftir sigliinga-
tíma og áætluðum vegalengdum,
auk þess sem hliðsjón hefur verið
höfð af straumum og afdrift. At-
hygli sæfara á ýmsum sviðum bein-
ist mjög að því, sem tækni leysir
nú, og var oft næsta furðulegt hve
nálægt skipstjórnarmenn komust
því, sem rétt reyndist, jafnvel eftir
langar ferðir um höf án þess að sjá
nokkurn tíma land.
Það er, eins og áður segir, ekki
líklegt að víkingar hafi vitað neitt
um „polariserað ljós,“ sem alltaf
fellur hornrétt til jarðar miðað við
Ijósuppsprettuna, né heldur að þeir
hafi vitað neitt um dikronisma eða
tvíbrot ljóss. Þeim hefur verið far-
ið eins og býflugum og sumum skor
dýrum, að þau nota polariserað ljós
án þess að vita það. Sú staðreynd
er fyrir hendi að til eru menn, sem
eru þeirri náttúru gæddir að greina
hið ósýnilega polariseraða ijós. Þeir
geta séð sérstaklega fjögur bönd
(hluta) litrófsins — tvö gul, tvö blá.
Lína, sem dregin er um miðju gulu
bandanna gefur stefnu til sólar.
Hér kemur saga Ólafs konungs
helga til skýringar, og er þó svo
knöpp og orðfá, að erfitt er að gera
sér fulla grein fyrir þessum kyn-
lega „sólarsteini". Ólafur konung-
ur er gestur Rauðs (Rauðúlfs), en
sonur hans hét Sigurður. Honum
var sú list gefin að geta sagt til um
tíma jafnvel þótt hann sæi ekki him
inhnetti. Sagan verður ekki sögð
hér öll, en svo fór, að konungur
kallaði Sigurð fyrir sig og bað hann
að benda til hvar sól væri komin,
enda þótt ekki sæist til hennar.
Sigurður varð við ósk konungs,
en þá tók konungur „sólarsteininn“
og hélt á loft. Hann sá hvernig
steinninn geislaði, og steinninn
sýndi honum nákvæmlega sama
staðinn, sem Sigurður hafði til-
greint. Sagan segir ekkert um það
hvers konar steinn þetta hafi verið.
Það er næstum eins og höfundur
telji það sjálfsagt að lesendum sín-
um sé fullvel um þetta kunnugt.
Samt er eftirtektarvert atriði við
þessa frásögn. Er það hugsanlegt að
bóndasonurinn hafi verið einn af
þessum sjaldgæfu mönnum, sem
var það meðfætt að geta greint
polariserað ljós og dregið af því á-
lyktanir í daglegu lífi? Hitt er aftur
á móti ljóst að konungur hafði sól-
arstein jafnan meðferðis, og þegar
konungur breytir þannig, er jafn
augljóst að steinninn var ekki að-
eins sjaldgæfur og dýrmætur, held-
ur og að það gat þurft að nota hann
hvenær sem var. Hann hefur bæði
verið eins konar veðurviti og sigl-
ingatæki. Sólarsteinninn hlýtur að
hafa verið ómetanlegur fyrir sigl-
ingamenn.
Nær 1000 árum eftir daga Ólafs
konugs fór þota (DC-8) frá Dan-
mörku til Grænlands. Þar var í för
Ramskou safnvörður, og hafði sól-
arstein með sér, enda einn fárra,
sem trúði sögunni, og vildi ekki láta
spotta sig fyrir, en yfirleitt var að
honum hlegið fyrir skoðanir hans.
Ramskou reyndi steininn hvað eftir
annað og fann hvar sólin var bak
við skýjaðan himin. Siglingafræð-
ingur flugvélarinnar tók og til við