Goðasteinn - 01.03.1964, Side 7

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 7
Björn Sigurbjarnarson: Solfoss í Árni'sliiiijfi Selfoss er landnámsjörð. Landnáma greinir þannig frá: „Þórir sonr Ása hersis, Ingjaldssonar, Hróaldssonar fór til Islands ok nam Kallnesingahrepp allan upp frá Fyllarlæk ok bjó at Selfossi." Suðurmörk landnáms Þóris eru landnám Hásteins Atlasonar. Fyllarlækur er að vísu horfinn og örnefnið týnt. Hann hefur sennilega verið myndaður af lækjum og keldudrögum austan af Breiðamýri og verið ótræðiskelda. Ölvesá hefur síðar gengið á lága og sendna bakka, brotið landið um Fyllarlæk og fært í kaf. Telja fræðimenn, að Fyllarlækur hafi runnið í Ölvesá, þar sem nú er Stakkholtsós. Vestur- og norðurmörk Kallnesingahrepps eru Ölvesá. Austurmörkin hafa að öllum líkindum legið um landa- merki jarðanna Selfoss og Laugardæla og suður og niður um Flóann, austan Smjördala að landnámi Hásteins. Sennilega liggur Gaulverjavegur nú mjög á þeim landamerkjum. Landnám Þóris Ásasonar, Kallnesingahreppur, virðist hafa verið með sömu um- merkjum og Sandvíkurhreppur var síðar. Þórir Ásason var hersborinn og ætt hans úr Haddingjadal í Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.