Goðasteinn - 01.03.1964, Side 12
Pálsson og Sigurður Óli Ólafsson. Oddviti var kjörinn Sig. Óli
Ólafsson og varaoddviti Egill Gr. Thorarensen.
Landsmegin Selfosshrepps er ekki mikið. Samkvæmt nefndum
lögum skyldi valdsvið hreppsins vera landareign jarðarinnar Sel-
foss, ásamt Haga og Bjarkarteig, sneið af Laugardælalandi í
Hraungerðishreppi, kringum Mjólkurbú Flóamanna, og jörðin
Hellir í Ölveshreppi. Á öndverðum vetri 1946 var íbúatalan á þessu
svæði alls 807. 1952 var tala hreppsbúa 1062 og 1962 alls 1860. Á
16 árum hefur fólkinu fjölgað um 1050, rúmlega, og húsum um 200.
íbúar hreppsins, Selfossbyggjar, lifa á kaupsýslu, iðnaði, vöru-
og mannflutningum og daglaunavinnu, nokkrir á sjómennsku og
landbúnaði. Margir eiga kindur, en þó fleiri hesta, reiðhesta. Á
Selfoss-byggð þar um sammerkt við ina hestauðgu íþöku.
Atvinnuleysi þekkist ekki. Hagur manna er sæmilegur, þó að
margir séu skuldugir. Framkvæmdir eru miklar og stórstígar, bæði
hjá hreppsfélagi, fyrirtækjúm og einstaklingum. Af meiri háttar
mannvirkjum og stofnunum má nefna: Vatnsveita, hún er elzt
og kom í kjölfar M.B.F., hreppsfyrirtæki: sundhöll, kvikmynda-
hús og veitingahús og rafmagnsveita; hitaveita (eign K.Á.), veit-
ingahúsið Tryggvaskáli, Útibú Landsbanka Islands, kirkja og
prestssetur, sýslumannssetur og sjúkrahús, prentsmiðja (hlutafélag),
barnaskóli, miðskóli, iðnskóli og tónlistarskólí. Mestu stórhýsi eru
húsakostur Mjólkurbús Flóamanna og Kf. Árnesinga.
Þar sem þessi fyrirtæki eru meginstoðir atvinnulífs á Selfossi,
skal þeirra getið sérstaklega.
Mjólkurbú Flóamanna er eldra. Það var stofnað í desember
1927 og er samvinnufélag mjólkurframleiðenda á Suðurlandi. Byrj-
að var á byggingu mjólkurbús á höfuðdag sjálfan 1928 og lokið
síðla árs 1929. Þann 5. des. 1929 var fyrst tekið á móti mjólk í
búinu. Á stofnfundi, sem áður getur, var kosin bráðabirgðastjórn,
er starfa slcyldi til fyrsta aðalfundar. Kosnir voru Eiríkur Einars-
son form., Dagur Bynúlfsson og Eggert Benediktsson. Fyrsti aðal-
fundur var haldinn 28. febrúar 1929 og stjórn kosin: Eiríkur Ein-
arsson form., Dagur Brynúlfsson og Sigurgrímur Jónsson. Árið
1931 var Egill Grímsson Thorarensen kosinn formaður stjórnar-
innar, og stýrði hann búinu til æviloka. Fyrsti mjólkurbússtjóri var
10
Goðasteinn