Goðasteinn - 01.03.1964, Page 16
Byggðin ber tízkusnið og nókkurn rausnarbrag. Þar er gróandi
þjóðlíf.
Náttúrufegurð er mikil á Selfossi. Hvítá-Ölvesá er staðar- og
héraðsprýði og uppspretta auðs og unaðar. Laxagengd er mikil.
Fyrir Selfoss- og Hellislandi er ein bezta veiðistöð við þessa fiski-
sælu elfi, Tvær eyjar eru í Ölvesá fyrir landi Laugardæla. Þar er
æðarvarp talið lengst frá sjá á íslandi. Þar var áður varpland gott,
en minkur og annar vargur hefur spillt varpinu á seinni árum.
Ingólfsfjall er rúmlega tvo km. í norður frá Selfossi. Er það
kennt við Ingólf Arnarson. Hæð fjallsins er 551 m. y. sjó. í Land-
námu segir: „Hann (þ.e. Ingólfur Arnarson) var inn þriðja vetr
undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá." Á fjailinu vestanvert er
dálítill hóll, kallaður Inghóll. Segir þjóðtrúin, að þar sé Ingólfur
heygður. Er það næsta ótrúlegt. En alþýða manna hefur talið
hæfa, að Ingólfur Arnarson hefði góða útsýn yfir svo fagurt hér-
að, sem þaðan blasir við sjónum manna. Þetta er góð vísbending.
Vilji menn skyggnast um hérað, er annar sjónarhóll ekki nærtæk-
ari. Nægir að vísu að ganga upp í hlíðar fjallsins. Þegar loft er
tært og sól skín á tinda, er þarna sá staður, „þar sem víðsýnið
skín“. Fyrir fótum manns liggur Flóinn og Ölvesið með frjósöm
engjalönd en votlend mjög. Suðrið er opið, „þar Ægir hlær, auð-
ugur, djúpur og sandana slær“. Vestmannaeyjar eru „sem safíarar
greyptir í silfurhring“. En í austri rís Hekla, víðfræg að vísu en
mest að endemum. Litlu sunnar mæna Tindafjöll, „blásvörtum
feldi búin“ og í landsuðri „gnæfir sú hin rnikla mynd“ - sjálfur
Eyjafjallajökull bjartur yfirlitum og höfðinglegur.
14
Goðasteinn