Goðasteinn - 01.03.1964, Page 17

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 17
Kristján í Einholti: Ail íiim í ál Hornafjörður er í tveimur aðalálmum, liggur önnur (Skarðs- fjörður) til austurs frá Hornafjarðarós í átt að Almannaskarði og Horni. Hin liggur frá ósnum í norðvestur að Einholtsteigum á Mýrum og einnig til norðurs, með Hafnarneslandi og landi Dilks- ness og Árnaness í Nesjasveit. Það voru frá ómunatíð skráð lög og óskráð, að hver jörð ætti veiðivatn fyrir sínu landi, sem þó var á stundum út af brugðið, þegar mikill var veiðihugur. Landa- merkjalína milli sveitanna Nesja og Mýra liggur um Hornafjörð sem næst frá suðri til norðurs. Vestan hennar átti Einholt veiði- vatn í firðinum og síðar Borg einnig, eftir að sóknarprestur Ein- holtssóknar hóf búsetu á Borg. I firðinum veiddist lúra og silungur. Aðalveiðivatn Einholts og Borgar var við Melatanga og vestur með fjörunni, innanfjarðar, vestur Melavík og Skarnvík og fyrir innan Skarnvíkurrif, vestur með rifjum allt að Háarifi. Einholt og Borg höfðu hvor um sig útgerð til að fara í ál, en það var starfið kallað. Útgerðin var fjórróinn bátur og net, nær 40 faðma langt og svo djúpt, að náði meðalmanni í höku. Netið var fellt til helminga. Umgerð þess var strengur. Á efri strenginn voru festar flár úr korki, til að halda netinu uppi. Á neðri strenginn voru festir leggir úr kindafótum, til að halda netinu við botn. Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.