Goðasteinn - 01.03.1964, Side 18

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 18
Þegar farið var í ál hér frá Einholti og Borg, var lagt af stað frá teigunum um háflóð, annars var grynnið of mikið, og oft varð að draga bátinn æði langt og var leiðinlega erfitt. Stundum fóru bátarnir frá báðum bæjunum á sama flóði, og þá var réttur Ein- holtsbátsins að draga útfallið á undan, Borgar á eftir. Aftur á móti dró Borgarbáturinn innfallið á undan en Einholtsbáturinn á eftir. Oft voru þrír menn á hvorum bát en stundum fjórir. Einatt fórum við líka tveir, sem kallaðir vorum sæmilegir ræðarar, með ungling eða gartila konu, sem ekki gat róið, en hægt var að nota til þess að vera í landtogi. Og nú leggjum við af stað á Einholtsbátnum frá Hafnargörðum í Einholtsteigum. Við segjum, að flóðið sé um kl. 8 að morgni, og þá veitir ekki af að vakna fyrir 7, til þess að ná í hesta og vinna að öðrum undirbúningi. Á Hafnargörðum urðum við að vera á háflóði; ef við misstum af því, gat það leitt til þess að draga þurfti bátinn um lengri eða skemmri leið eða kannske hætta við að fara. Við erum mínútumenn, leggjum af stað frá Hafnar- görðum kl. 8 og tökum klukkutíma róður með falli og í góðu veðri. Alltaf var reynt að sjá út gott veður til slíkra ferða. Ot af því gat brugðið, þegar komið var af stað, og þá vildi ferðin mistakast að miklu eða öllu leyti. Róið er rakleitt á veiðisvæðið í Melavík, og þá farið að draga fyrir útfallið. Netið er tekið og lagt aftan við skut bátsins, þannig, að fláin er lögð inn í bátinn, en beinin látin liggja í vatninu við hlið hans. Þá er bátnum ýtt frá landi, og sá sem er í landtogi veður með, sem næst á knédýpi, en hinir fara upp í bátinn. Séu þrír innanborðs, róa tveir beint frá landi, en einn greiðir út netið, en sé aðeins um tvo að ræða, rær annar frá landi, en hinn greiðir út. Þá er róið fyrir, nokkuð þungur róður, bátnum róið sem mest frá landi, til að forðast það, að hann dragist þangað undan þunga netsins. Síðan sér maður, að farið er að kvikna líf í netinu, lúran ær farin að hoppa upp úr vatninu og silungurinn að sprikla í net- möskvunum. Þá cr farið að buga að .landi á bátnum, veiðin tekin saman í miðju netinu. Sandurinn er skolaður úr henni eftir föng- um, síðan er hún tekin upp í netinu og lyft upp í bátinn, sem er skilrúmaður, til þess að veiðin fari ekki um allan botn hans. Að 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.