Goðasteinn - 01.03.1964, Side 23

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 23
Ragnar Þorsteinsson: Gerfitennur í svelti Það var á þriðjudagsmorgni, seint í október. Ég átti leið um Fagradalsbrekkur og ætlaði að vinna um daginn fyrir sunnan Höfðabrekkuháls, en þar átti ég hús í smíðum. Undanfarna daga hafði verið hið mcsta óveður, austan hvass- viðri og rigning. Ég hafði þó talið mig sjá tvær kindur í svelti í Hálsinum hinummegin við ána. Þær voru í hillu í hamrabelti, sem gekk þverhnípt niður í á. Nú var áin í foraðsvexti eftir allar rigningarnar og þóttist ég því sjá, að ef þær hröpuðu niður í ána, væri þeim dauðinn vís, enda þótt fallið væri ekki nema tíu til fimmtán metrar. Ég sá nú glöggt, að kindurnar voru þarna ennþá, og virtist hilian mjög nöguð. Ég átti von á tveimur mönnum frá Vík til vinnu og hugsaði mér nú að fá annan þeirra til að hjálpa mér að taka úr sveltinu. Leið nú tíminn framyfir hádegi og ekki komu mennirnir. Sá ég þá, að ekki dugði annað en fara einn og láta kylfu ráða kasti, hvernig til tækist. Tók ég mjóan kaðal og tréhæl og lagði af stað. Þoka var á og suddarigning öðru hvoru. Þegar á staðinn kom, sá ég, að þetta voru tvær fallegar lamb- gimbrar. Ég hafði bólusett þær fyrir viku og ætlað að setja þær á vetur. Þær voru að sjá styggar, og þótti mér nú sem ekki væri einsýnt, hvernig úr rættist. Til að berja niður ugg þenna, fór ég að grobba af því í huganum, að mér hefði þó nokkrum sinnum tekizt að taka einn úr Kisusvelti. Ég sparkaði niður tréhælnum, þar til hann rakst í berg, og batt Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.