Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 25

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 25
ákyndilega velti lambið sér við, spyrnti hraustlega í kletta- vegginn með þeim afleiðingum, að hægri fótur minn rann til á blautri klöppinni, en ég hafði legið á vinstra hné. Áður en ég vissi af, lá ég á bakinu og lambið ofan á mér. Við runnum. Ég hafði haft hægri hendi á vaðnum, en hélt með þeirri vinstri í lambið. Sem betur fór hafði ég ekki átt nema tvo faðma til að fá niðurstöðu og varð slinkurinn vonum minni, samt rann vað- urinn til í greip minni, sem svaraði góðu feti, áður en við stöðvuðumst og þá löfðu fætur mínir fram af brúninni. Hékk ég þarna eins og sprellikarl og náði engri fótfestu. Auk þess mundi mig brátt skorta afl til að halda okkur í þessum stellingum, enda tilgangslítið, ef ég gæti ekki snúið mér við. Já, það var ekkert um að villast, ef eitthvað átti að gera, varð það að gerast strax. Ég lagði þá orku sem ég átti til í veltuna og það tókst. Ég lá nú á maganum en það var eins og lambið væri alltaf að síga lengra og lengra fram af. Þyngdarlögmálið var farið að segja óþægilega til sín. Leiðinlegri hugsun skaut upp í huga mínum. Ætti ég ef til vill að fórna gimbrinni? Nei, fyrst mér fórst svona klaufalega, var jafngott að láta eitt yfir bæði ganga. Ef ég aðeins gæti notað vinstri hendina líka á vaðinn og komið lambinu í handarkrika minn, væri vandinn leystur. Skyndilega datt mér ráð í hug. Auðvitað nota þriðja möguleikann, - tennurnar. Já, tennurnar, en sá galli var nú á gjöf Njarðar að efri gómurinn var aðeins úr gerfiefni og þar að auki þrjátíu ára gamall. En nota flest í nauðum skal. Ég þrýsti andlitinu niður að vaðn- um og beit utan um hann eins og kjálkavöðvar mínir höfðu orku til. Hvað mátti ég treysta á þetta nýja haldreipi? En nú átti ég þess engan kost að velta vöngum, hægri höndin var að dofna. Og satt að segja hafði ég enga löngun til að falla fimmtán metra með lambið ofan í þenna ófrýnilega beljanda. Og nú gerði ég úrslita átakið og rykkti lambinu upp í handarkrika minn. En um leið og vinstri höndin greip utan um vaðinn, kenndi ég mikils sársauka. Gerfigómurinn hafði sporðreizt og hrökk nú út úr mér um leið. Ég lét hann liggja. Bæði var það, að ég bar í bili ekkert sérstaklega hlýjan hug til gómsins og svo átti ég ekki Goðasteinn 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.