Goðasteinn - 01.03.1964, Side 32

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 32
Suðurnesjum, mönnum og háttum. Hann var hagmæltur vel og sýnist hafa verið létt um yrkingar, þótt eigi hafi hann talið sig skáld. I landlegum orti hann formannavísur, sem hafa nokkurn fróðleik að geyma, og ljóðabréf fyrir kunningjana, en þau voru þá mjög í tízku. I verinu á Suðurnesjum voru Oddi örlög ráðin. Þar kynntist hann ungri stúlku og efnilegri, Elínu að nafni, dóttur Hjartar í Hjörtsbæ í Keflavík og Guðrúnar konu hans, Jónsdóttur frá Garðhúsum í Höfnum. Bróðir Hjartar var Jón hreppstjóri og dbrm. á Hrauni í Grinda- vík, sérkennilegur í háttum en greindur. Fleiri voru þau systkin. Þeir bræður voru miklir sjósóknarar og Jón afburða sjóglöggur. - Elín var fædd 1817 og því ári eldri en Oddur. Fjögur voru systkini Elínar, Magnús í Hjörtsbæ, „völundarsmiður á tré og járn“. Sumir niðjar Magnúsar voru þekktir formenn og sjómenn á Suðurnesjum; þá var Anna í Önnubæ, gift Nikulási Ólafssyni úr Dölum; Rannveig, gift Bjarna Jónssyni, Gerðabakka í Garði Og Rós eða Rósa, gift Jóni beyki Austmann, syni séra Jóns á Ofan- leiti, bjuggu í Þórlaugargerði í Vestmannaeyjum. Dætur þeirra voru Guðrún Austmann, sem bjó í Bandaríkjunum og flutti þar fjölda erinda um Island, og Jóhanna, gift Edward Fredriksen bakarameistara í Reykjavík. - Elín ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs. Þá fór hún austur að Klasbarða í Vestur Landeyjum. Þar bjó þá Árni, f. 10. nóv. 1798, Jónsson hins ríka í Akurey, Hjartarsonar á Klas- barða, Jónssonar frá Flankastöðum. Kona Árna var Jórunn Sæ- mundsdóttir, systir séra Tómasar prests á Breiðabólstað. Fyrsta dag júnímánaðar 1835 drukknaði Árni bóndi í stöðuvatni skammt frá bænum. Var hann að silungsveiðum með vinnumanni sínum, Lofti Guðnasyni. Sökk undir þeim báturinn, og náði Loftur að komast til lands við illan leik. LFm haustið kvæntist Loftur ekkj- unni, sem var mörgum árum eldri. Árni og Jórunn voru vel efn- um búin. Árni var ekki hneigður til búskapar. Segir séra Árni Þórarinsson um afa sinn, að hann hafi stundum setið inni við bóklestur, en Jórunn staðið í garðahleðslu. Börn Klasbarðahjóna 30 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.