Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 37

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 37
I Þjóðólfi 29. febrúar 1856 er getið láts Odds og tveggja mætra Rangæinga annarra: „Fyrir og á næstliðnu ári dóu þrír merkir hreppstjórar í Rangárþingi, 27. nóv. f.á. Þorsteinn Runólfsson á Arnkötlustöðum (í Holtum, Þorsteinssonar s.st.), 70 ára, Einar Þorbjarnarson í Sigluvík nokkru síðar (f. 4. sept. 1792, d. 13. des. 1855) og 20. des. (rétt 21.) f.á. Oddur Erlendsson á Þúfu á Landi.“ Þá er Oddur var fallinn frá á bezta aldri, hefur verið ærið dökkt í álinn hjá Elínu ekkju hans og jólahald dapurlegt; börnin sjö, það elzta um fermingaraldur, jörðin fremur rýr og engin efni á að halda ráðsmann. Heimilið hlaut því að leysast upp, eins og altítt var, er fyrirvinnan féll í valinn. Skiptafundur í dánarbúinu var haldinn að Vatnsdal tæpu ári eftir dauða Odds, 11. okt. 1856. Fyrir hönd ekkjunnar var mættur Loftur Loftsson bóndi á Kaldbak, lögráðamaður hennar. Fjár- ráðamaður barnanna, Þorvarður Erlendsson í Stóra-Klofa, föður- bróðir þeirra, kom eigi til skiptafundarins, enda hefði hann heldur eigi haft erindi sem erfiði. - Virðing og uppskrift á búsmunum hafði farið fram „að yfirvaldsins boði“ 12. janúar 1855. Hefur það verið að nokkrum dögum liðnum frá útför Odds. „Hlupu bús- munir allir 98 rd. 42 sk. En þareð hlutaðeigendur þóktust sjá fram á, að búið naumast hrykki fyrir skuldum, var það sett á opinbert uppboð eftir allra ósk og hljóp á uppboði 101 ríkisdal og 86 skildinga.“ Af þessum hundrað ríkisdölum varð ekkjan að borga tíunda hluta í sölulaun og kostnað. Það virðist því ekki hafa verið án orsaka, að sýslufundur Rangæinga á Stórólfshvoli 1853, „haldinn undir klettinum því veður var gott“, æskti þess, að breyta reglugerðinni um aukatekjur, því greiðsla fyrir sum embættisverk væri of há samanborið við fyrirhöfn. Var nefnt þvi til sönnunar skipti búa, þinglýsingar og uppboð. Landsskuld af Þúfu hefur verið 10 rd og 30 sk. Hún er ógreidd fyrir árið 1855 og kemur til frádráttar við uppgjör á búinu. Viður- kenndar skuldir, ásamt sölulaunum, nema 98 rd. 23 sk. og fékk þar hver sitt. Eftir var þá hlutur ekkjunnar 3 ríkisdalir 63 skild- ingar, en ekki fékk hún þá peninga í hendur, því þeir áttu að „ganga upp í vantandi útfararkostnaðarjöfnuð" stendur í gjörða- Goðasteinn 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.