Goðasteinn - 01.03.1964, Page 38

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 38
bók. Krafa kom í dánarbúið frá Jóni Finnbogasyni í Mörk, sem kallaður var hinn ríki.*) Var þetta krafa um toll fyrir þrjár haga- gönguær, en eigi kannaðist Elín við þá skuld. Var henni mótmælt og ekki tekin til greina. Elín mun hafa flutzt frá Þúfu í fardögum 1856. Snauð að ver- aldarauði kom hún að Þúfu fyrir 14 árum, og snauð fór hún það- an, en rík að reynslu. Elín fór til átthaganna með Jón, yngsta barnið; hann var ársgamall. Jórunn var elzt, um fermingu og farin að sjá um sig sjálf. Var hún framundir þrítugsaldur á ýms- um bæjum í Holtum og á Landi. Hjörtur, bróðir hennar, ólst upp að mestu hjá Lofti hreppstjóra á Kaldbak (f. 1792) og Valdísi systur Odds (1807-1875). Hin börnin þrjú voru á ýmsum bæjum eystra um sinn. Verður nánar vikið til barna Odds og Elínar síðar. Elín átti heimili á ýmsum bæjum í Útskálasókn, vann þar fyrir sér og Jóni litla, og líklega hafa einhver yngri barnanna flutzt suður og verið í skjóli móður sinnar um hríð. - Árið 1866 fór Elín frá Vatnsnesi til Keflavíkur. Þar bjuggu þá systkini hennar, Magnús í Hjörtsbæ og Anna í Önnubæ eða Nikulásarbæ (maður hennar hét Nikulás). Elín vann nú mest hjá Ziemsen kaupmanni við ýmis störf, lagfæringu á fatnaði og matargerð á haustin. Þótti hún sérlega myndarleg í verkum sínum, hreinlát og dugnaðarkona. Þá er Elín átti heima á Löndum hafði hún kynnzt Pétri nokkr- um Ólafssyni, skagfirzkrar ættar, vinnumanni á Stafnesi. Leiddu þau kynni til þess, að þau áttu saman dóttur, en ekki varð af hjúskap og má vera, að efnaleysi beggja hafi valdið. Dóttirin var skírð Sigurbjörg Rannveig, fædd 25. nóv. 1864. Ólst hún upp með móður sinni meðan hún lifði. Pétur faðir Sigurbjargar drukkn- aði 1874. Elín andaðist í Keflavík 13. janúar 1877. - Þá er Sigurbjörg naut ekki lengur Elínar móður sinnar, fékk hún dálítinn styrk úr Thorkillisjóði, en nóg til þess að hún fór ekki á sveit. Hlaut Sigurbjörg styrkinn fyrir atbeina séra Sigurðar Sívertsen á Útskálum. Var hún nú hjá þeim hjónum Þóroddi Magnússyni og Önnu Guðbrandsdóttur, sem bjuggu síðast á *) Jón var einn af 4 bændum í sveitinni á kjörskrá 1850. Þá voru um 70 jarðeigendur á kjörskrá í sýsjunni. 36 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.