Goðasteinn - 01.03.1964, Side 39
Skeggjastöðum í Garði. Sonur þeirra var sr. Pálmi (1862-1955)
prestur í Hofsprestakalli og síðar á Hofsós. Sigurbjörg var um
fermingu er Þóroddur andaðist. Fór hún þá til Elínar Scheving í
Reykjavík, þar sem hún var til 18 ára aldurs. Oft var hún lánuð
í erfiða vinnu, t. d. til þvotta. Varð hún að bera þvottabalana á
bakinu inn í Laugar. Þá var það hennar verk að gæta kinda Elínar
inni í Kringlumýri og hirða um kýr, Þarna var Sigurbjörg til 18
ára aldurs. Þá vistaðist hún til Akureyja til Péturs Eggerz að ráði
Sívcrtsen-fólks. Þar var hún eitt ár og líkaði mætavel. Aftur hvarf
Sigurbjörg til Reykjavíkur og réðst nú til Ingibjargar og Þorláks
Johnson, þar sem hún var í tvö ár. Þar afgreiddi hún í svokölluðu
konditori. Var þar langur vinnudagur og húsbændur kröfuharðir.
Þá er Sigurbjörg var vestra, dvaldi þar ungur maður undan
Eyjafjöllum, Eiríkur Hjálmarsson (1856-1931). Haustið 1888 fluttist
Sigurbjörg til Vestmannaeyja og gekk að eiga Eirík, sem nokkrum
árum síðar varð kennari við barnaskólann í Eyjum og gegndi því
starfi í 33 ár. Sigurbjörg andaðist 28. október 1946. Þau hjón
eignuðust fimm börn: Vilhjálmur, f. 6. júlí 1889, d. 10. marz 1891,
Ágúst Vilhjálmur, f. 1. febr. 1893, d. 19. jan. 1927, verzlunarmaðuc
í Eyjum, ókv. og barnlaus; Haraldur, f. 21. júní 1896, rafvirkja-
meistari, nú búsettur í Reykjavík, kvæntur Solveigu Jesdóttur,
börn þeirra þrjú; Hjálmar, f. 25. jan. 1900, d. 18. ágúst 1940, for-
stjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Jónu ljósmóður Kristinsdóttur
frá Siglufirði, börn þeirra eru sex; Anna, f. 24. okt. 1902, starfs-
kona Landssímans í Rvík. Maður hennar var Guðni Jónsson, skip-
stjóri frá Ölafshúsum í Eyjum, er drukknaði 13. febr. 1944. Börn
þeirra, fjögur, á lífi. -
Verður nú vikið til barna Elínar og Odds, sem voru níu, sem
fyrr segir. 1. jórunn, f. 2. apríl 1842. Bjó með Illuga Illugasyni frá
Brúnavöllum á Skeiðum. Þau áttu heimili í Garði suður. Þau áttu
fimm börn: Oddur Guðni dó ungur. Benjamín drukknaði tvítugur
að aldri á Króksós. Guðlaug átti Guðmund Jóelsson sjómann í
Hafnarfirði. Oddbjörg Kristín giftist Guðfinni Jónssyni í Akbraut-
arholti og Elín Guðmundína, var gift Guðna Vigfússyni, bjuggu í
Austur Landeyjum. Ingibjörg, gift Þórði Þórðarsyni frá Ormskoti
í Fljótshlíð; bjuggu í Vorhúsum á Garði. - Illugi lézt árið 1888,
Goðasteinn
37